Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta verður á Stöð 2 eSport um helgina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2020 17:45 Ítalir eru á meðal þátttökuliða á fyrsta Evrópumótinu í eFótbolta. getty/Pier Marco Tacca Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta fer fram um helgina. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport. Útsendingin á laugardaginn hefst klukkan 12:40 og lýkur klukkan 22:10. Á sunnudaginn hefst útsendingin klukkan 09:50 og lýkur klukkan 19:30. Þá kemur í ljós hver verður fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta. Sextán lið keppa um helgina. Ísland tók þátt í undankeppninni en komst ekki í lokakeppnina. Eftirtaldar þjóðir berjast um fyrsta Evrópumeistaratitilinn í e-Fótbolta: Austurríki, Bosnía, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lúxemborg, Rúmenía, Serbía, Spánn, Svartfjallaland, Tyrkland og Þýskaland. Keppt verður í Pro Evolution Soccer, eða PES 2020. Hver leikur er tíu mínútna langur. Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum en síðan taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaviðureignin. Í átta liða og undanúrslitunum þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Í úrslitaviðureigninni þarf að vinna þrjá leiki til að standa uppi sem sigurvegari. Riðlaskiptinguna á EM í eFótbolta má sjá hér fyrir neðan. 1 DAY TO GO! The #eEURO2020 finals start tomorrow! Who are you supporting? Group A Group B Group C Group D pic.twitter.com/25xA4FcMAS— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 22, 2020 Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn
Fyrsta Evrópumótið í eFótbolta fer fram um helgina. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 eSport. Útsendingin á laugardaginn hefst klukkan 12:40 og lýkur klukkan 22:10. Á sunnudaginn hefst útsendingin klukkan 09:50 og lýkur klukkan 19:30. Þá kemur í ljós hver verður fyrsti Evrópumeistarinn í eFótbolta. Sextán lið keppa um helgina. Ísland tók þátt í undankeppninni en komst ekki í lokakeppnina. Eftirtaldar þjóðir berjast um fyrsta Evrópumeistaratitilinn í e-Fótbolta: Austurríki, Bosnía, Danmörk, Frakkland, Grikkland, Holland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Lúxemborg, Rúmenía, Serbía, Spánn, Svartfjallaland, Tyrkland og Þýskaland. Keppt verður í Pro Evolution Soccer, eða PES 2020. Hver leikur er tíu mínútna langur. Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum en síðan taka við átta liða úrslit, undanúrslit og loks úrslitaviðureignin. Í átta liða og undanúrslitunum þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram. Í úrslitaviðureigninni þarf að vinna þrjá leiki til að standa uppi sem sigurvegari. Riðlaskiptinguna á EM í eFótbolta má sjá hér fyrir neðan. 1 DAY TO GO! The #eEURO2020 finals start tomorrow! Who are you supporting? Group A Group B Group C Group D pic.twitter.com/25xA4FcMAS— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) May 22, 2020
Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn