Óttast að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir Heimsljós 22. maí 2020 10:21 WFP/ Will Baxter Kórónaveiran gæti leitt til þess að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir eða um fimmtung frá því sem nú er. Þetta kemur fram í nýju mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem segir veiruna hafa hræðilegar afleiðingar fyrir börn sem þegar fá ekki fullnægjandi næringu. Stofnunin bendir á að faraldurinn bitni mjög hastarlega á fjölskyldum í fátækjum ríkjum sem reiða sig á daglaun eða fjárframlög frá ættingjum erlendis. Takmarkanir á ferðafrelsi og útgöngubann dragi úr lífsgæðum fjölskyldna sem hafa úr litlu að spila, auk þess sem ástandið auki líkur á átökum og veiki heilbrigðisþjónustu enn frekar. „Verði ekki brugðist við í snatri komum við til með að sjá lakara heilsufar hjá komandi kynslóðum og minni framleiðni, fyrir utan skelfileg dauðsföll. Kappsmál er að tryggja næringu í dag til þess að forðast þær afleiðingar af COVID-19 að börn líði fyrir sjúkdóminn í marga mánuði, jafnvel ár eða áratugi,“ segir Lauren Landis, yfirmaður næringarmála hjá WFP. Vannærð börn, einkum þau sem eru yngri en fimm ára, eru talin í mestri hættu í yfirstandandi faraldri. Á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna fá 22 milljónir barna og barnshafandi kvenna sérstakt næringaríkt fæði og stofnunin vinnur í samstarfi við ríkisstjórnir fjölmargra ríkja að því að koma næringarríkum mat til þurfandi þjóðfélagshópa. Fulltrúi WPF segir stofnunina tilbúna að auka við matargjafir til að forða fólki frá alvarlegri vannæringu en til þess að svo megi verða þurfi WFP 300 milljónir dala í fjárframlög. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent
Kórónaveiran gæti leitt til þess að alvarlega vannærðum börnum fjölgi um tíu milljónir eða um fimmtung frá því sem nú er. Þetta kemur fram í nýju mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) sem segir veiruna hafa hræðilegar afleiðingar fyrir börn sem þegar fá ekki fullnægjandi næringu. Stofnunin bendir á að faraldurinn bitni mjög hastarlega á fjölskyldum í fátækjum ríkjum sem reiða sig á daglaun eða fjárframlög frá ættingjum erlendis. Takmarkanir á ferðafrelsi og útgöngubann dragi úr lífsgæðum fjölskyldna sem hafa úr litlu að spila, auk þess sem ástandið auki líkur á átökum og veiki heilbrigðisþjónustu enn frekar. „Verði ekki brugðist við í snatri komum við til með að sjá lakara heilsufar hjá komandi kynslóðum og minni framleiðni, fyrir utan skelfileg dauðsföll. Kappsmál er að tryggja næringu í dag til þess að forðast þær afleiðingar af COVID-19 að börn líði fyrir sjúkdóminn í marga mánuði, jafnvel ár eða áratugi,“ segir Lauren Landis, yfirmaður næringarmála hjá WFP. Vannærð börn, einkum þau sem eru yngri en fimm ára, eru talin í mestri hættu í yfirstandandi faraldri. Á vegum Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna fá 22 milljónir barna og barnshafandi kvenna sérstakt næringaríkt fæði og stofnunin vinnur í samstarfi við ríkisstjórnir fjölmargra ríkja að því að koma næringarríkum mat til þurfandi þjóðfélagshópa. Fulltrúi WPF segir stofnunina tilbúna að auka við matargjafir til að forða fólki frá alvarlegri vannæringu en til þess að svo megi verða þurfi WFP 300 milljónir dala í fjárframlög. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent