Segir ekkert benda til þess að veiran smitist í lofti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 17:43 Sóttvarnalæknir segir ekkert renna stoðum undir sögusagnir um að COVID-19 geti smitast með loftsmiti. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að kórónuveiran sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 hafi smitast í loftinu. Hann segir helstu smitleiðir vera dropasmit og snertismit. Á blaðamannafundi í dag var Þórólfur spurður út í fregnir þess efnis að kórónuveiran gæti smitast í lofti. Þórólfur segist hins vegar ekki hafa séð upplýsingar þess efnis frá áreiðanlegum heimildum. „Þetta er ekki staðfest og þeir vísindamenn og þær alþjóðastofnanir sem við tökum mest mark á eru með þetta eins og þessi veira hefur verið að hegða sér áður. Það er að segja, þetta er dropasmit, það þarf tiltölulega mikla nánd, innan við einn til tvo metra, og þetta er snertismit, það er að segja viðkomandi er með mengaðar hendur og snertir hluti sem síðan annar snertir fljótlega á eftir og getur þannig borið veiruna í sig,“ sagði Þórólfur. Hann sagði þessar tvær leiðir, dropasmit og snertismit, vera smitleiðir „númer eitt, tvö og þrjú,“ en bætti þó við að veiran gæti einnig komið fram í saur, en að ekki væri ljóst hversu mikil smithæfni veirunnar væri í slíkum tilfellum. Alma Möller landlæknir sagði þá einnig, eftir spurningu frá blaðamanni, að ekkert benti til þess að fólk með lífstílstengda sjúkdóma á borð við offitu væri í meiri áhættuhópi en aðrir. Hún sagði þó að grunur léki á að reykingafólk sé viðkvæmara fyrir veirunni en annað fólk. Hér að neðan má sjá stutt myndbrot frá blaðamannafundi dagsins.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira