Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Anton Ingi Leifsson skrifar 17. apríl 2020 13:00 Tvíburarnir eru ansi líkir eins og má sjá á meðfylgjandi mynd. Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. Arnar rifjaði upp vikuna fyrir þennan leik í Sportinu í kvöld í gærkvöldi en hann spilaði alls fjóra leiki í þessari minnisstæðu viku. „Það var dálítið keppikefli að ná því að spila með meistaraflokki þegar þú varst á seinna árinu í þriðja flokki,“ sagði Arnar sem taldi upp nokkra ansi góða leikmenn sem náðu því, til að mynda feðgarnir Arnór og Eiður Smári Guðjohnsen. „Þessi vika var mjög minnisstæð. Við spiluðum á mánudegi með 3. flokki, svo spiluðum við með 1. flokki og svo með 2. flokki. Við vorum varamenn í 2. flokki á móti Þór og einn meiðist í fyrri hálfleik. Siggi Lár heitinn var þá þjálfari 2. flokks og meistaraflokks. Hann lítur á bekkinn og þekkir okkur ekkert í sundur. Það vill svo skemmtilega til að ég er nær honum en Bjarki. Þess vegna kallar hann á mig og ég er settur inn á.“ Arnar þakkaði heldur betur traustið og spilaði sig inn í byrjunarliðið hjá meistaraflokki Skagamanna með frammistöðu sinni. „Ég skora þrennu í fyrri hálfleik í öðrum flokki og fer útaf í seinni hálfleik. Ég vissi ekki ástæðuna þá en þá er hann búinn að velja mig í byrjunarliðið gegn Keflavík á sunnudeginum í meistaraflokki,“ „Ég skora þar eftir fimmtán eða sextán mínútur en þessi vika var súrealísk. Maður man enn eftir þessu. Fjórir leikir með þremur mismunandi flokkum sem er fátítt en sýnir hversu klikkað þetta var í gamla daga,“ bætti Arnar við. Klippa: Sportið í kvöld - Arnar um fyrsta leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn ÍA Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Sjá meira