Telur drög að auðlindarákvæði í stjórnarskrá ekki koma í veg fyrir framsal Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2020 12:34 Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjadltöku á fiskiauðlindinni. Vísir/Berghildur Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson. Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku af fiskveiðiauðlindinni telur að drög um auðlindarákvæði í stjórnarskránni feli ekki í sér að bannað verði að framselja kvóta. Hann segir mikilvægt að setja tímamörk á afnotarétt á auðlindum sem teljast þjóðareign Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis gagnrýndi harðlega í fréttum okkar í gær að hægt væri að erfa aflaheimildir en eigendur Samherja framseldu nánast alla hlutabréfaeign sína í félaginu til barna sinna í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir Samherji ræður yfir 7% aflaheimilda og er í öðru sæti yfir stærstu útgerðirnar hér á landi í því tilliti. Í síðasta ársreikning félagsins voru aflaheimildirnar metnar á sem samsvarar um 23 milljörðum króna á núverandi gengi. Lilja telur að ef auðlindarákvæði væri komið inn í stjórnarskrá kæmi það í veg fyrir slíkt framsal. „Aflaheimildir eiga að vera úthlutaðar með nýtingu í huga en ekki eignarétti sem er að birtast í þessum miklu tilfærslum milli kynslóða. Auðlindin okkar sem við teljum sameign þjóðarinnar og er í lögum um stjórn fiskveiða. hún er það ekki í raun og þess vegna er svo mikilvægt að setja auðlindarákvæði í stjórnarskránna,“ Segir Lilja. Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að stjórnarskrárákvæði um auðlindir náttúru Íslands þar kemur meðal annars fram að við lögin bætist að auðlindir náttúru Íslands tilheyri íslensku þjóðinni. Þá segir enn fremur að með lögum skuli kveða á um gjaldtöku fyrir heimildir til nýtingar í ábataskyni. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og fyrrum formaður nefndar um gjaldtöku á fiskauðlindinni telur að ákvæðið eins og það lítur út núna komi ekki í veg fyrir framsal. „Eins og textinn er orðaður núna þá hefur hann engin áhrif og allra síst til að koma í veg fyrir framsal af þessu tagi. Þetta er bara orðalag um óbreytt ástand því miður. Þarna þyrfti að koma inn skýrt ákvæði um tímamörk veiðiréttarins, “ segir Þorsteinn Pálsson.
Sjávarútvegur Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira