Móðurmál: „Mörgum fannst skrítið að við kusum að fæða heima“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 20. maí 2020 13:10 aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir „Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. „Þessa dagana er ég að klára síðustu vikurnar af fæðingarorlofinu mínu og eftir það tekur við að halda áfram að þróa barnavörumerkið mitt, Mosa, sem ég sel í netversluninni Mosi Butik. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Birta segir alla þróun og framleiðslu hafa seinkað töluvert þar sem að flest framleiðslufyrirtæki séu stopp vegna Covid-19. Þrátt fyrir það segir hún mikilvægt að láta ástandið ekki stoppa sig og halda áfram. Viku eftir að leikskólinn opnaði eftir verkfall var sett á samkomubann svo að Birta segir samverustundir fjölskyldunnar hafa haldið áfram að aukast. Það er kannski lán í óláni að hafa verið með grimma og þykka brjóstaþoku á þessum tíma svo að ég man lítið hvað gerðist síðustu mánuði. En að öllu gríni slepptu þá áttum við marga dásamlega daga heima og verður maður bara að líta á það sem forréttindi að fá að vera með börnin sín heima. Maki Birtu heitir Kristján Pétur Sæmundsson og eiga þau tvö börn saman. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég fann það einhvern veginn bara á mér strax. Lyktarskynið mitt breyttist og varð mjög næmt. Einnig hvarf matarlistin svo það fór eiginlega ekkert á milli mála að ég væri ófrísk. Svo meig ég auðvitað á spítu. Rúmliggjandi fyrstu þrjá mánuðina vegna veirusýkingar Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég var mjög veik fyrstu tólf vikurnar. Ég byrjaði að fá veirusýkingu með tilheyrandi hita og hósta. Svo hélt ég engu niðri í þrjár vikur. Daginn sem það hætti fékk ég aðra veirusýkingu svo að ég lá eiginlega bara í rúminu fyrstu 3 mánuðina. En sem betur fer fór allt uppá við eftir það. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það kom mér eiginlega mest á óvart hvað þessi meðganga var lík fyrri meðgöngu, ég bjóst við einhverju allt öðru. Annað sem kom mér á óvart voru sveiflurnar milli þreytu og ofur-orku. Mér fannst ég aldrei venjuleg, annað hvort var ég mjög þreytt eða mjög hress. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mjög vel, mér finnst algjörlega magnað að fylgjast með hvernig líkaminn breytist á meðgöngu og hvað hann var fljótur að ganga til baka. Mér finnst báðar meðgöngurnar mínar hafa kennt mér að elska líkamann minn miklu meira en ég gerði áður og vera þakklát fyrir allt sem hann getur gert. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég var með frábæra ljósmóður á heilsugæslunni sem hugsaði mjög vel um mig. Á seinnihluta meðgöngunnar færði ég mig yfir í Björkina þar sem ég kaus að fæða heima. Ég var svo heppin að fá að fæða Bóel á fæðingarstofunni þeirra og gekk sú fæðing mjög vel svo ég ákvað að eiga Þin heima. Þjónustan hjá Björkinni er algjörlega til fyrirmyndar og upplifði ég mig mjög örugga og í traustum höndum. Ein af ástæðunum afhverju ég valdi Björkina er samfellda þjónustan sem þær veita, við vorum með sömu ljósmóður í mæðraskoðun, fæðingu og heimavitjunum sem er algjörlega ómetanlegt. Við vorum meira að segja með sömu ljósmóður í báðum fæðingunum. Það var mikilvægt fyrir mig að upplifa mig örugga og rólega fyrir fæðinguna og var það hægt með þeirra stuðningi, það er líka algjörlega frábært að fá að kynnast ljósmæðrunum fyrir fæðinguna. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Mér fannst franskar mjög góðar og hrátt stökkt grænmeti. Ágætis jafnvægi þar á milli. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Já, það komu mörg nöfn til greina. Mér fannst miklu erfiðara að velja strákanafn heldur en stelpunafn. Kristján var harður á því að hann skyldi heita „Viðar Hátign“, en hann hann gafst nú upp á því fyrir rest. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvernig hefur þú það? Hvenær ertu sett? Vitið þið kynið? Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ógleðin er algjörlega glötuð en það var örugglega erfiðast að vera með lítið barn á heimilinu og geta ekki hvílt mig þegar ég þurfti. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Góðu dagarnir voru algjörlega geggjaðir. Þá var ég full af orku og extra sæt, ég var mjög heppin að eiga marga þannig daga. Önnur mjög jákvæð hliðarverkun af óléttunni var að finnast alveg sjúklega skemmtilegt að þrífa, get ekki sagt að mér líði eins í dag. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Ég undirbjó mig mjög vel andlega sem hjálpaði mér mikið í fæðingunni sjálfri. Ég var dugleg að mæta í meðgöngujóga í jóagsetrinu og þar fær maður alveg frábæra fræðslu. Síðan las ég mikið um hvað væri að gerast í líkamanum í fæðingu og hvernig þetta gengur allt fyrir sig líffræðilega sem hjálpaði mér mikið. Kristján hellti sér nú bara upp á kaffi og andaði með nefinu. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Hvernig gekk sjálf fæðingin? Fæðingin gekk mjög vel, ég var búin að grínast með það að ég ætlaði að vera helmingi fljótari að eignast barn númer tvö og helst bara klára þetta fyrir hádegi meðan að eldri stelpan væri í leikskólanum. Síðan rættist það bara. Ég var með hríðar í tólf tíma með fyrra barn og sex tíma með næsta. Ég byrjaði að fá verki uppúr klukkan sjö um morguninn og þeir urðu strax frekar reglulegir. Þar sem ég átti heima fengum við uppblásna fæðingarlaug heim sem ég ætlaði sko heldur betur að nota til þess að slaka á. Loksins þegar hún var komin upp og full af vatni langaði mig ekki lengur í laugina svo ég lá bara uppí sófa í læstri hliðarlegu. Þegar verkirnir voru farnir að ágerast komu ljósmæðurnar okkar Elva og Emma og drengurinn var fæddur um eitt leytið. Ég var mjög meðvituð um allt sem var að gerast og náði að hvíla mig milli hríða, eins og ég væri í mjög djúpri hugleiðslu. Mörgum í kringum okkur finnst skrítið að við hefðum ákveðið að eiga hann heima en það var algjörlega hárrétt ákvörðun fyrir okkur og leið mér mjög öruggri allan tímann enda algjörar topp ljósmæður sem voru okkur til aðstoðar. Það var líka svo ótrúlega þægilegt að þurfa ekki að fara neitt og leyfa bara ferlinu að flæða án nokkurrar truflunar. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Léttir, gleði og ást. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað það er ótrúlega skemmtilegt, kraftmikið og magnað. Ég átti ekki von á því áður en ég átti dóttur mína að það væri hægt að njóta þess andlega og líkamlega að fæða barn. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið á báðum börnunum okkar. Ég var á báðum áttum í fyrra skiptið en Kristján var harðákveðinn. Hann var svo ákveðinn að hann sagði að ef ég vildi ekki vita það þá ætlaði hann samt að gera það. Ég er frekar forvitin og hann er stríðinn svo mér fannst það óhugsandi tilhugsun. Hann talaði svo um það í kjölfarið, sérstaklega með fyrra barnið, að það hjálpaði honum mikið við að mynda tengingu við barnið og tilhugsunina um að verða foreldri. Hvernig gekk brjóstagjöfin? Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu. Þinur var á brjósti til sjö mánaða. Þá fannst honum þetta vera komið gott og hætti sjálfur sem var mjög þægilegt. Jákvæð upplifun kvenna verðskuldar meiri athygli Hvernig eldra barnið nýja barninu? Við eigum eina stelpu fyrir sem var tæplega tveggja ára þegar hún varð stóra systir. Hún tók bróður sínum mjög vel og er ennþá alveg himinlifandi með hann, enda elskar hún að hafa fólk í kringum sig. Það tók Þin hins vegar aðeins lengri tíma að venjast systur sinni, en það er allt að koma. Bóel stóra systir tók litla bróður afar vel. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Slaka á og hlusta á hjartað. Maður fær ótal óumbeðin ráð úr öllum áttum sem eiga ekki endilega við um þig og þitt barn. Um leið og maður slakar aðeins þá finnur maður hvað er rétt. Það vekur oft umtal þegar fæðing reynist konunni erfið svo að ég held að það verðskuldi meiri athygli hve margar konur ganga í gegnum jákvæða upplifun og þurfa til þess litla læknisfræðilega aðstoð. Móðurmál Tengdar fréttir Mætti með risastóra diskókúlu á fyrsta stefnumótið: „Eins og rómantísk bíómyndasena“ „Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. 19. maí 2020 20:00 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Fæðingarorlofið tók töluverðum breytingum í byrjun febrúar þegar leikskólaverkfallið skall á og virtist engann endi ætla að taka. Það var krefjandi verkefni að vera heima með tvö börn, eina vel hressa tveggja ára og einn 6 mánaða“. Þetta segir Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður í viðtalsliðnum Móðurmál. „Þessa dagana er ég að klára síðustu vikurnar af fæðingarorlofinu mínu og eftir það tekur við að halda áfram að þróa barnavörumerkið mitt, Mosa, sem ég sel í netversluninni Mosi Butik. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Birta segir alla þróun og framleiðslu hafa seinkað töluvert þar sem að flest framleiðslufyrirtæki séu stopp vegna Covid-19. Þrátt fyrir það segir hún mikilvægt að láta ástandið ekki stoppa sig og halda áfram. Viku eftir að leikskólinn opnaði eftir verkfall var sett á samkomubann svo að Birta segir samverustundir fjölskyldunnar hafa haldið áfram að aukast. Það er kannski lán í óláni að hafa verið með grimma og þykka brjóstaþoku á þessum tíma svo að ég man lítið hvað gerðist síðustu mánuði. En að öllu gríni slepptu þá áttum við marga dásamlega daga heima og verður maður bara að líta á það sem forréttindi að fá að vera með börnin sín heima. Maki Birtu heitir Kristján Pétur Sæmundsson og eiga þau tvö börn saman. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Ég fann það einhvern veginn bara á mér strax. Lyktarskynið mitt breyttist og varð mjög næmt. Einnig hvarf matarlistin svo það fór eiginlega ekkert á milli mála að ég væri ófrísk. Svo meig ég auðvitað á spítu. Rúmliggjandi fyrstu þrjá mánuðina vegna veirusýkingar Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Ég var mjög veik fyrstu tólf vikurnar. Ég byrjaði að fá veirusýkingu með tilheyrandi hita og hósta. Svo hélt ég engu niðri í þrjár vikur. Daginn sem það hætti fékk ég aðra veirusýkingu svo að ég lá eiginlega bara í rúminu fyrstu 3 mánuðina. En sem betur fer fór allt uppá við eftir það. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Það kom mér eiginlega mest á óvart hvað þessi meðganga var lík fyrri meðgöngu, ég bjóst við einhverju allt öðru. Annað sem kom mér á óvart voru sveiflurnar milli þreytu og ofur-orku. Mér fannst ég aldrei venjuleg, annað hvort var ég mjög þreytt eða mjög hress. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Mjög vel, mér finnst algjörlega magnað að fylgjast með hvernig líkaminn breytist á meðgöngu og hvað hann var fljótur að ganga til baka. Mér finnst báðar meðgöngurnar mínar hafa kennt mér að elska líkamann minn miklu meira en ég gerði áður og vera þakklát fyrir allt sem hann getur gert. Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Ég var með frábæra ljósmóður á heilsugæslunni sem hugsaði mjög vel um mig. Á seinnihluta meðgöngunnar færði ég mig yfir í Björkina þar sem ég kaus að fæða heima. Ég var svo heppin að fá að fæða Bóel á fæðingarstofunni þeirra og gekk sú fæðing mjög vel svo ég ákvað að eiga Þin heima. Þjónustan hjá Björkinni er algjörlega til fyrirmyndar og upplifði ég mig mjög örugga og í traustum höndum. Ein af ástæðunum afhverju ég valdi Björkina er samfellda þjónustan sem þær veita, við vorum með sömu ljósmóður í mæðraskoðun, fæðingu og heimavitjunum sem er algjörlega ómetanlegt. Við vorum meira að segja með sömu ljósmóður í báðum fæðingunum. Það var mikilvægt fyrir mig að upplifa mig örugga og rólega fyrir fæðinguna og var það hægt með þeirra stuðningi, það er líka algjörlega frábært að fá að kynnast ljósmæðrunum fyrir fæðinguna. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Mér fannst franskar mjög góðar og hrátt stökkt grænmeti. Ágætis jafnvægi þar á milli. Fannst ykkur erfitt að velja nafn á barnið? Já, það komu mörg nöfn til greina. Mér fannst miklu erfiðara að velja strákanafn heldur en stelpunafn. Kristján var harður á því að hann skyldi heita „Viðar Hátign“, en hann hann gafst nú upp á því fyrir rest. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvernig hefur þú það? Hvenær ertu sett? Vitið þið kynið? Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Ógleðin er algjörlega glötuð en það var örugglega erfiðast að vera með lítið barn á heimilinu og geta ekki hvílt mig þegar ég þurfti. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Góðu dagarnir voru algjörlega geggjaðir. Þá var ég full af orku og extra sæt, ég var mjög heppin að eiga marga þannig daga. Önnur mjög jákvæð hliðarverkun af óléttunni var að finnast alveg sjúklega skemmtilegt að þrífa, get ekki sagt að mér líði eins í dag. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Ég undirbjó mig mjög vel andlega sem hjálpaði mér mikið í fæðingunni sjálfri. Ég var dugleg að mæta í meðgöngujóga í jóagsetrinu og þar fær maður alveg frábæra fræðslu. Síðan las ég mikið um hvað væri að gerast í líkamanum í fæðingu og hvernig þetta gengur allt fyrir sig líffræðilega sem hjálpaði mér mikið. Kristján hellti sér nú bara upp á kaffi og andaði með nefinu. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Hvernig gekk sjálf fæðingin? Fæðingin gekk mjög vel, ég var búin að grínast með það að ég ætlaði að vera helmingi fljótari að eignast barn númer tvö og helst bara klára þetta fyrir hádegi meðan að eldri stelpan væri í leikskólanum. Síðan rættist það bara. Ég var með hríðar í tólf tíma með fyrra barn og sex tíma með næsta. Ég byrjaði að fá verki uppúr klukkan sjö um morguninn og þeir urðu strax frekar reglulegir. Þar sem ég átti heima fengum við uppblásna fæðingarlaug heim sem ég ætlaði sko heldur betur að nota til þess að slaka á. Loksins þegar hún var komin upp og full af vatni langaði mig ekki lengur í laugina svo ég lá bara uppí sófa í læstri hliðarlegu. Þegar verkirnir voru farnir að ágerast komu ljósmæðurnar okkar Elva og Emma og drengurinn var fæddur um eitt leytið. Ég var mjög meðvituð um allt sem var að gerast og náði að hvíla mig milli hríða, eins og ég væri í mjög djúpri hugleiðslu. Mörgum í kringum okkur finnst skrítið að við hefðum ákveðið að eiga hann heima en það var algjörlega hárrétt ákvörðun fyrir okkur og leið mér mjög öruggri allan tímann enda algjörar topp ljósmæður sem voru okkur til aðstoðar. Það var líka svo ótrúlega þægilegt að þurfa ekki að fara neitt og leyfa bara ferlinu að flæða án nokkurrar truflunar. Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Léttir, gleði og ást. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Hvað það er ótrúlega skemmtilegt, kraftmikið og magnað. Ég átti ekki von á því áður en ég átti dóttur mína að það væri hægt að njóta þess andlega og líkamlega að fæða barn. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið á báðum börnunum okkar. Ég var á báðum áttum í fyrra skiptið en Kristján var harðákveðinn. Hann var svo ákveðinn að hann sagði að ef ég vildi ekki vita það þá ætlaði hann samt að gera það. Ég er frekar forvitin og hann er stríðinn svo mér fannst það óhugsandi tilhugsun. Hann talaði svo um það í kjölfarið, sérstaklega með fyrra barnið, að það hjálpaði honum mikið við að mynda tengingu við barnið og tilhugsunina um að verða foreldri. Hvernig gekk brjóstagjöfin? Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu. Þinur var á brjósti til sjö mánaða. Þá fannst honum þetta vera komið gott og hætti sjálfur sem var mjög þægilegt. Jákvæð upplifun kvenna verðskuldar meiri athygli Hvernig eldra barnið nýja barninu? Við eigum eina stelpu fyrir sem var tæplega tveggja ára þegar hún varð stóra systir. Hún tók bróður sínum mjög vel og er ennþá alveg himinlifandi með hann, enda elskar hún að hafa fólk í kringum sig. Það tók Þin hins vegar aðeins lengri tíma að venjast systur sinni, en það er allt að koma. Bóel stóra systir tók litla bróður afar vel. Aðsend/Berglind Ýr Jónasdóttir Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Slaka á og hlusta á hjartað. Maður fær ótal óumbeðin ráð úr öllum áttum sem eiga ekki endilega við um þig og þitt barn. Um leið og maður slakar aðeins þá finnur maður hvað er rétt. Það vekur oft umtal þegar fæðing reynist konunni erfið svo að ég held að það verðskuldi meiri athygli hve margar konur ganga í gegnum jákvæða upplifun og þurfa til þess litla læknisfræðilega aðstoð.
Móðurmál Tengdar fréttir Mætti með risastóra diskókúlu á fyrsta stefnumótið: „Eins og rómantísk bíómyndasena“ „Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. 19. maí 2020 20:00 Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00 Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Mætti með risastóra diskókúlu á fyrsta stefnumótið: „Eins og rómantísk bíómyndasena“ „Ég hafði séð hana í auglýsingum og vissi aðeins af henni í gegnum vinkonu mína“, segir Arnar Eyfells sem var Einhleypa Makamála fyrir tæpu ári síðan en Arnar hefur nú fundið ástina í örmum fyrirsætunnar og leiklistarnemans Brynju Kúlu. 19. maí 2020 20:00
Bone-orðin 10: Hvað er sætara en fallegur maður sem kann á börn? Samfélagsmiðlastjarnan, áhrifavaldurinn og nú raunveruleikastjarnan, Patrekur Jaime, deilir því með Makamálum hvaða eiginleikar honum finnast heillandi og óheillandi við aðra í viðtalsliðnum Bone-orðin 10. 18. maí 2020 21:00
Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ „Við létum okkur dreyma um að opna saman stað alveg frá því að við kynntumst, þetta er ástríðan okkar beggja og það sem tengdi okkur frá upphafi.“ Þetta segir Íris Ann Sigurðardóttir annar eigandi veitingastaðanna The CooCoo's Nest og Luna Florens. 16. maí 2020 11:00