Landgræðslustjóri vonast eftir stærri skrefum gegn ofbeit með haustinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2020 20:11 Árni Bragason landgræðslustjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita sauðfé á illa farið land og tekur undir gagnrýni Ólafs Arnalds jarðvegsfræðings á vottun landnýtingar. Hann segir að stór skref hafi samt verið stigin í friðun svæða og vonast til að enn stærri skref verði stigin með nýrri reglugerð í haust. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hluti sauðfjárbænda fær styrki til að stunda ofbeit á kostnað skattgreiðenda, að mati Ólafs Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, sem segir gæðastýringarkerfi, sem átti að tryggja góða landnýtingu, vera blekkingu og grænþvott. Sjá hér: Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Árni Bragason landgræðslustjóri tekur undir þá fullyrðingu Ólafs að landbúnaðarráðuneytið hafi skikkað Landgræðsluna til að votta land samkvæmt skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir ekki. „Landgræðslan mótmælti þessum reglum og skrifaði ekki upp á þær, - taldi þær ekki ganga nógu langt og þær gæfu ekki rétta mynd af því hver raunveruleg staða væri.“ Landgræðslustjóri telur beitarvandann ná til um 15 prósent sauðfjár.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Landgræðslustjóri segir að enn sé verið að beita fé á illa farið land. „Já, það er bara því miður þannig. Við erum það. Og það eru illa farin svæði á gosbeltinu sem við þurfum að taka á. Og ég er ekkert að segja neitt nýtt þar. En tek fram, - það sem Ólafur benti líka á, - þetta er ekki nema hluti af framleiðslunni.“ Eða um 15 prósent. Árni telur gæðastýringuna þó hafa gagnast vel. „Gæðastýringin hefur skilað því að það er búið að friða mjög víða um land stór svæði sem voru illa farin og eru illa farin. Þannig að það er búið að stíga mörg mjög góð skref,“ segir Árni. Hann segir að framundan séu fleiri skref. Nýtt mat á ástandi lands verði birt í næsta mánuði í samstarfsverkefninu GróLind með bændum. Þá sé vonast eftir nýrri reglugerð frá umhverfisráðherra í haust. „Við vonumst til þess að það verði stigin alvöru skref í þessu núna næstkomandi vetur og að við færumst í rétta átt með þessi mál á næstu árum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Tengdar fréttir Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22 Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. 18. maí 2020 10:22
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28