„Ég er að fara að taka þetta“ Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2020 14:42 Guðmundur Franklín kynnir framboð sitt í Kringlunni. Hann segist undirskriftirnar hrannast upp, hann er komin með tilskilinn fjölda og er bjartsýnn á sigur í forsetakosningunum í næsta mánuði. visir/vilhelm Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og forsetaframbjóðandi stendur í ströngu við að koma heim og saman öllum þeim undirskriftarlistum sem hann hefur unnið að hörðum höndum við vegna forsetaframboðs síns. Vísir náði tali af honum þar sem hann var önnum kafinn við að kynna framboð sitt í Borgarnesi. Þar var honum tekið vel, að sögn. Guðmundur Franklín er nú staddur í Borgarnesi þar sem hann er að skila inn undirskriftum til Inga lögmanns, en flókið er að ganga frá undirskriftunum til afhendingar í mismunandi fjórðunga landsins. Guðmundur hefur staðið í ströngu frá í mars við það og kynningu á framboði sínu. Guðmundur segist erfitt að setja fingur á það nákvæmlega hversu margar undirskriftir þær eru sem komnar eru því stöðugt bætist við. Þær séu nú rúmlega tvö þúsund. Guðmundur er með sínar undirskriftir á blöðum. Svo lítur hann á hinar rafrænu undirskriftir sem boðið var uppá sem bónus. Á miðnætti í kvöld verður lokað fyrir þær. Bjartsýnn á sigur í kosningunum Guðmundur Franklín segist ekki hafa hugmynd um hversu margir muni bjóða sig fram þegar hið flókna ferli sem snýst um að skila tilskyldum fjölda undirskrifta í alla fjórðungana. „Þar sem ég hef skilað inn þá hef ég bara séð Guðna-fólk. Hann sendir fólkið sitt fyrir sig, ekki séð hann sjálfan. Ég geri þetta sjálfur, mér finnst það kurteisara þegar litið er til þessa Covids og þessa kerfis alls. Hversu ruglingslegt það er,“ segir frambjóðandinn. Hann segist bara vona að þeir verði sem flestir. „Ég er að skora Guðna á hólm og kannski réttast að hann svari því. Ég hef ekki hugmynd um hvernig öðrum gengur með undirskriftirnar. Ég sá það bara í fréttum hjá ykkur að Axel Pétur, gúrúinn hjá gáfumennunum í Harmageddon, hafi tilkynnt um að þetta væri komið rafrænt hjá sér í gær þannig að ég veit ekkert meira.“ Og enn vænkaðist svo hagur Guðmundar í dag þegar Kristján Örn Elíasson, sem hafði lýst yfir því að hann vildi bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hætti við framboð sitt. Og lýsti jafnframt yfir stuðningi við Guðmund Franklín. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr,“ segir Guðmundur Franklín spurður hvernig þetta leggist í hann. „Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu og fólk upp til hópa er sammála mér í flestum málum, ef ekki öllum. Ég er hefðbundinn frambjóðandi, mjög. Íslenskur, venjulegur kall sem er í framboði. Íslenskur alþýðumaður.“ Blæs á raddir um kostnað vegna framboðsins Var þetta ekki eitt af slagorðum Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta; strákur að vestan? „Það er þá ekki leiðum að líkjast. Má segja að ég sé strákur að vestan, Ingjaldssandi við Önundarfjörð og úr Múlakoti í Fljótshlíðinni. Tveir fagrir staðir.“ Guðmundur Franklín er hagsýnn maður og fylgist vel með. Hann hefur því vart farið varhluta af gagnrýni sem snýr að því að hann sé með framboði sínu að sóa 400 milljónum, eða því sem áætlað er að kosningarnar muni kosta ríkið? Guðmundur Franklín svarar þeim fullum hálsi sem vilja meina að kostnaður vegna forsetakosninga, áætlað 400 milljónir, sé fé kastað á glæ.visir/vilhelm „Ég blæs á svoleiðis bull. Núverandi forseti er búinn að kosta okkur tugi milljarða og framtíðarmúsíkin er ekki fögur með sínum orkupökkum. Lýðræðið er mörg þúsund ára gamalt, byrjaði í Grikklandi og ég bendi sömu mönnum sem halda þessu fram að auðvitað vilji þeir heldur engar alþingiskosningar og hafa sama systemið og hefur verið. Þeir vilja kínverskt fyrirkomulag.“ Fráskilinn forsetaframbjóðandi Guðmundur lýsir sér sem hefðbundnum frambjóðanda en hefðbundnir frambjóðendur eru vanir að tromma upp með fjölskyldur sínar þegar þeir eru á framboðsbuxum? „Ég er fráskilinn fyrir nokkrum árum með þrjú uppkomin börn. Fráskilinn eins og forsetinn og svo margir í þjóðfélaginu. Ég er á lausu. Ég á enga kærustu.“ Kosið verður 27. júlí. Það leggst vel í Guðmund Franklín, sem áður segir: „Ég er að fara að taka þetta. Guðni [Th. Jóhannesson forseti Íslands] hefði kannski átt að setja orkupakka 3 í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá hefði ég ef til vill ekki verið að standa í þessu.“ Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Heltist úr lestinni og lýsir yfir stuðningi við Guðmund Franklín Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. 19. maí 2020 12:28 Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og forsetaframbjóðandi stendur í ströngu við að koma heim og saman öllum þeim undirskriftarlistum sem hann hefur unnið að hörðum höndum við vegna forsetaframboðs síns. Vísir náði tali af honum þar sem hann var önnum kafinn við að kynna framboð sitt í Borgarnesi. Þar var honum tekið vel, að sögn. Guðmundur Franklín er nú staddur í Borgarnesi þar sem hann er að skila inn undirskriftum til Inga lögmanns, en flókið er að ganga frá undirskriftunum til afhendingar í mismunandi fjórðunga landsins. Guðmundur hefur staðið í ströngu frá í mars við það og kynningu á framboði sínu. Guðmundur segist erfitt að setja fingur á það nákvæmlega hversu margar undirskriftir þær eru sem komnar eru því stöðugt bætist við. Þær séu nú rúmlega tvö þúsund. Guðmundur er með sínar undirskriftir á blöðum. Svo lítur hann á hinar rafrænu undirskriftir sem boðið var uppá sem bónus. Á miðnætti í kvöld verður lokað fyrir þær. Bjartsýnn á sigur í kosningunum Guðmundur Franklín segist ekki hafa hugmynd um hversu margir muni bjóða sig fram þegar hið flókna ferli sem snýst um að skila tilskyldum fjölda undirskrifta í alla fjórðungana. „Þar sem ég hef skilað inn þá hef ég bara séð Guðna-fólk. Hann sendir fólkið sitt fyrir sig, ekki séð hann sjálfan. Ég geri þetta sjálfur, mér finnst það kurteisara þegar litið er til þessa Covids og þessa kerfis alls. Hversu ruglingslegt það er,“ segir frambjóðandinn. Hann segist bara vona að þeir verði sem flestir. „Ég er að skora Guðna á hólm og kannski réttast að hann svari því. Ég hef ekki hugmynd um hvernig öðrum gengur með undirskriftirnar. Ég sá það bara í fréttum hjá ykkur að Axel Pétur, gúrúinn hjá gáfumennunum í Harmageddon, hafi tilkynnt um að þetta væri komið rafrænt hjá sér í gær þannig að ég veit ekkert meira.“ Og enn vænkaðist svo hagur Guðmundar í dag þegar Kristján Örn Elíasson, sem hafði lýst yfir því að hann vildi bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, hætti við framboð sitt. Og lýsti jafnframt yfir stuðningi við Guðmund Franklín. „Ég er mjög vongóður. Finn fyrir gríðarlegum byr,“ segir Guðmundur Franklín spurður hvernig þetta leggist í hann. „Það er mikil undiralda í þjóðfélaginu og fólk upp til hópa er sammála mér í flestum málum, ef ekki öllum. Ég er hefðbundinn frambjóðandi, mjög. Íslenskur, venjulegur kall sem er í framboði. Íslenskur alþýðumaður.“ Blæs á raddir um kostnað vegna framboðsins Var þetta ekki eitt af slagorðum Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta; strákur að vestan? „Það er þá ekki leiðum að líkjast. Má segja að ég sé strákur að vestan, Ingjaldssandi við Önundarfjörð og úr Múlakoti í Fljótshlíðinni. Tveir fagrir staðir.“ Guðmundur Franklín er hagsýnn maður og fylgist vel með. Hann hefur því vart farið varhluta af gagnrýni sem snýr að því að hann sé með framboði sínu að sóa 400 milljónum, eða því sem áætlað er að kosningarnar muni kosta ríkið? Guðmundur Franklín svarar þeim fullum hálsi sem vilja meina að kostnaður vegna forsetakosninga, áætlað 400 milljónir, sé fé kastað á glæ.visir/vilhelm „Ég blæs á svoleiðis bull. Núverandi forseti er búinn að kosta okkur tugi milljarða og framtíðarmúsíkin er ekki fögur með sínum orkupökkum. Lýðræðið er mörg þúsund ára gamalt, byrjaði í Grikklandi og ég bendi sömu mönnum sem halda þessu fram að auðvitað vilji þeir heldur engar alþingiskosningar og hafa sama systemið og hefur verið. Þeir vilja kínverskt fyrirkomulag.“ Fráskilinn forsetaframbjóðandi Guðmundur lýsir sér sem hefðbundnum frambjóðanda en hefðbundnir frambjóðendur eru vanir að tromma upp með fjölskyldur sínar þegar þeir eru á framboðsbuxum? „Ég er fráskilinn fyrir nokkrum árum með þrjú uppkomin börn. Fráskilinn eins og forsetinn og svo margir í þjóðfélaginu. Ég er á lausu. Ég á enga kærustu.“ Kosið verður 27. júlí. Það leggst vel í Guðmund Franklín, sem áður segir: „Ég er að fara að taka þetta. Guðni [Th. Jóhannesson forseti Íslands] hefði kannski átt að setja orkupakka 3 í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá hefði ég ef til vill ekki verið að standa í þessu.“
Forseti Íslands Stjórnsýsla Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Heltist úr lestinni og lýsir yfir stuðningi við Guðmund Franklín Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. 19. maí 2020 12:28 Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Heltist úr lestinni og lýsir yfir stuðningi við Guðmund Franklín Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. 19. maí 2020 12:28
Hættur við forsetaframboð Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. 16. maí 2020 14:49
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00