Heltist úr lestinni og lýsir yfir stuðningi við Guðmund Franklín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2020 12:28 Kristján Örn, til hægri í efri röð, er hættur við framboð. Magnús Ingibergur, til vinstri í efri röð, sem er sömuleiðis hættur að safna undirskriftum. Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Kristján Örn Elíasson, sem hafði boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands, hefur ákveðið að hætta við framboðið. Hann segist í stuttri yfirlýsingu styðja framboð Guðmundar Franklíns Jónssonar. „Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í þessari vegferð og segi við þá að spillingin hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins og löggæslu á Íslandi verður tekin hálstaki og snúin niður á öðrum vettvangi,“ segir Kristján. Orðalag Kristjáns Arnar um hvernig breytingunum á að koma fram vekur athygli en Kristján hlaut dóm í héraði fyrir að hafa snúið niður öryggisvörð í Landsbankanum árið 2017 þar sem hann krafðist þess að fá að ræða við Landsbankastjórann. Málið býður áfrýjunar í Landsrétti. Kristján Örn er sextugur markaðsfræðingur og alþjóðlegur skákdómari. Hann tilgreindi óánægju með stjórnsýsluna og framkvæmdavaldið sem aðalástæðu framboðsins. Hann taldi sig þó hafa farið of seint af stað í undirskriftasöfnunina. Hann var ánægður með Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta en sagðist í viðtali við Fréttablaðið á dögunum ekki sjá Guðna Th. Jóhannesson beita 26. greininni eins og Ólafur Ragnar hafi gert þegar til þurfti. Magnús Ingibergur Jónsson hafði sömuleiðis tilkynnt að hann væri hættur við framboð. Fjórir eru að safna undirskriftum þegar þetta er skrifað; Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni Th. Jóhannesson, sitjandi forseti, hefur náð tilskyldum fjölda undirskrifta. Guðni og Guðmundur hafa skilað inn undirskriftarlistum í Suðvesturkjördæmi en hægt verður að skila listum í öðrum kjördæmum í vikunni. Frestur til að skila inn framboði er til 23. maí.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira