Umfang gróðurbrunans í Borgarfirði úr lofti: „Menn vel þreyttir eftir nóttina en mættir aftur til vinnu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. maí 2020 11:58 Ekki er hægt að segja til um hvar gróðureldurinn kom upp í Norðurárdal. Vísir/Rolando Diaz Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. Svæðið þar sem eldurinn kom upp er nærri Paradísarlaut og fossinum Glanna, sem eru náttúruperlur við Bifröst. Slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, Akranesi og Suðurnesjum börðust við eldana í um tíu klukkustundir en auk þeirra aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla á vettvangi. Hátt í hundrað manns komu að aðgerðum. Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkviliðsmenn mættir aftur í frágang eftir erfiða nótt Slökkvistarfi lauk formlega um sexleytið í morgun þegar síðustu slökkviliðmenn skiluðu sér í hús. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir svæðið þar sem eldarnir loguðu stórt, um tíu til fimmtán hektarar. Slökkviliðsmenn hafi unnið í mjög erfiðu landslagi í hrauni. „Menn eru vel þreyttir en mættir aftur á stöðvarnar í lokafrágang. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum og þakklátur þeim sem aðstoðuðu okkur í nótt,“ segir Heiðar. Svæðið þar sem eldarnir loguðu í Norðurárdal eru á bilinu tíu til fimmtán hektarar.Vísir/Rolando Diaz Eins og sjá má er svæðið stórt þar sem að eldarnir loguðu. Hægra megin á myndinni má sjá þjóðveg 1, en þaðan unnu slökkviliðsmenn.Vísir/Rolando Diaz Um hundrað manns tóku þátt í aðgerðum í Norðurárdal í nótt.Vísir/Rolando Diaz Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37 „Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Loftmyndir frá vettvangi gróðurbrunans í Norðurárdal í Borgarfirði í gærkvöldi og í nótt sýna umfang svæðisins þar sem eldarnir loguðu og slökkviliðsmenn börðust við í nótt. Svæðið þar sem eldurinn kom upp er nærri Paradísarlaut og fossinum Glanna, sem eru náttúruperlur við Bifröst. Slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð, Akranesi og Suðurnesjum börðust við eldana í um tíu klukkustundir en auk þeirra aðstoðuðu björgunarsveitir og lögregla á vettvangi. Hátt í hundrað manns komu að aðgerðum. Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz Slökkviliðsmenn mættir aftur í frágang eftir erfiða nótt Slökkvistarfi lauk formlega um sexleytið í morgun þegar síðustu slökkviliðmenn skiluðu sér í hús. Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir svæðið þar sem eldarnir loguðu stórt, um tíu til fimmtán hektarar. Slökkviliðsmenn hafi unnið í mjög erfiðu landslagi í hrauni. „Menn eru vel þreyttir en mættir aftur á stöðvarnar í lokafrágang. Ég er gríðarlega stoltur af mínum mönnum og þakklátur þeim sem aðstoðuðu okkur í nótt,“ segir Heiðar. Svæðið þar sem eldarnir loguðu í Norðurárdal eru á bilinu tíu til fimmtán hektarar.Vísir/Rolando Diaz Eins og sjá má er svæðið stórt þar sem að eldarnir loguðu. Hægra megin á myndinni má sjá þjóðveg 1, en þaðan unnu slökkviliðsmenn.Vísir/Rolando Diaz Um hundrað manns tóku þátt í aðgerðum í Norðurárdal í nótt.Vísir/Rolando Diaz Eldurinn breiddist hratt út og varð mikið af kjarri og mosa eldi að bráð.Vísir/Rolando Diaz
Slökkvilið Borgarbyggð Tengdar fréttir Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11 Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37 „Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Slökktu eldana í Borgarfirði í morgun Slökkvistarfi lauk í Norðurárdal í Borgarfirði á sjötta tímanum í morgun en á svæðinu hafði umfangsmikill gróðureldur logað síðan í gær. 19. maí 2020 07:11
Veðurspáin hjálpar ekki við slökkvistarf í Borgarfirði Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er spáð gjólu fram á nótt í Norðurárdal í Borgarfirði en þegar líður á nóttina mun verða logn. Engri úrkomu er spáð á svæðinu til morguns en skúradempur, líkt og voru á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, hefðu hjálpað slökkviliðsmönnum við slökkvistarf. 18. maí 2020 23:37
„Leiðindavinna í erfiðu landslagi“ Slökkvilið í Borgarnesi og slökkviliðsmenn á Akranesi hafa verið kallaðir út vegna elds í gróðri nærri Bifröst í Norðurárdalí Borgarfirði. 18. maí 2020 22:00