Segir sauðfjárbændur styrkta með blekkingu og grænþvotti Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2020 10:22 Ólafur Arnalds, prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Beingreiðslur til sauðfjárbænda á grundvelli gæðastýringar eru blekking og grænþvottur, að mati Ólafs Arnalds prófessors í umhverfisfræði, sem segir að hluti bænda fái ríkisstyrki til að stunda ofbeit. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríkisstyrkir til sauðfjárbænda nema um fimm milljörðum króna í ár. Þar af eru 38 prósent sérstakar aukagreiðslur á grundvelli gæðastýringar. Liður í því er vottun um að sauðfé sé ekki beitt á illa farið land. Sauðfé Sunnlendinga smalað að hausti niður Þjórsárdal eftir sumarbeit á afréttum á hálendinu vestan Þjórsár. Ólafur tekur fram að ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta bænda.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Einn fremsti jarðvegsfræðingur landsins, Ólafur Arnalds, segist hafa lent á vegg þegar hann vildi kanna framkvæmd þessa ákvæðis en fengið loks gögn eftir að hafa þurft að toga þau út úr stjórnvöldum með kærumálum til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. „Það kemur í ljós að vottun landnýtingar, sem gæðastýring og búvörusamningar byggja mjög mikið á, er stundum, bara ef má orða það sem blekkingu og grænþvott,“ segir Ólafur, sem er doktor í jarðvegsfræðum og prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Ólafur segir Landgræðsluna nánast hafa verið skikkaða til að votta ofbeitt svæði án þess að þau standist skilyrði um sjálfbæra landnýtingu. „Samkvæmt samt skilyrðum og skilgreiningum sem Landgræðslan viðurkennir hins vegar ekki. Heldur eru það tilbúin viðmið sem landbúnaðarráðuneytið hefur búið til og segir við Landgræðsluna: Nú vottið þið samkvæmt þessu.“ Hann tekur fram að hjá stærstum hluta bænda séu beitarmál í góðu lagi. Ofbeitin eigi aðeins við um lítinn hluta. „Kannski 15 prósent fjárins eða 3 prósent landbúnaðarins.“ Sauðkind á beit á illa förnu landi.Mynd/Ólafur Arnalds. Hann segir vandann liggja á afréttum á gosbelti landsins, bæði á Suðurlandi og í Þingeyjarsýslum. Sem dæmi um illa farin svæði nefnir hann Biskupstungnaafrétt, Landmannaafrétt og Rangárvallaafrétt. „Þetta eru þessir afréttir í kringum eldfjöllin okkar og inn á hálendið.“ Ríkið borgi þar bændum fyrir ofbeit. „Og allt styrkir þetta skattgreiðandinn,“ segir Ólafur Arnalds. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Segir mat á sjálfbærni beitilands byggt á veikum faglegum grunni Viðmið sem núna eru notuð til að meta sjálfbæra nýtingu lands til beitar geta ekki talist sterkur faglegur grunnur fyrir það mat, segir Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands og sauðfjárbóndi í Butru í Fljótshlíð. 22. maí 2020 12:28