ASÍ vill samráð um næsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2020 19:36 Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verður kynntur fljótlega eftir helgi. Alþýðusamband Íslands kallar eftir samráði og vill sjá aðgerðir sem miða að því að vernda fólkið í landinu, fremur en að standa vörð um fjármagn. Frá því að Alþingi samþykkti fyrsta stóra aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins hafa verið kynnt nokkur frekari úrræði. Þar á meðal eru aðgerðir sem fela í sér lækkun vaxta og greiðslubyrði á námslánum. Þá hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum við sauðfjárrækt um nokkra mánuði og á morgun verður væntanlega gengið frá samningi við Seðlabanka Íslands vegna brúarlána. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær næsti aðgerðapakki verður kynntur en stefnt er að því að það verði strax eftir helgi. Alþýðusamband Ísland kynnti í dag sýnar áherslur vegna næsta aðgerðapakka. „Við viljum að það verði áframhald á hlutastarfaleiðinni. Við krefjumst þess að atvinnuleysistryggingarnar verði bættar og hækkaðar. Við viljum líka að það séu verndaðir sérstaklega hópar sem verða fyrir algeru tekjufalli, það er að segja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vinnur nú einnig að tillögum að vernd fyrir heimili, nýsköpun og menntun til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði meira en nauðsynlegt er. Hún leggur áherslu á samráð verði haft við verkalýðshreyfinguna. „Við væntum þess að við fáum að koma að þessum pakka áður en hann verður kynntur og þá koma okkar athugasemdum á framfæri. Það hefur sýnt sig að úrræði stjórnvalda verða yfirleitt betri með samráði,“ segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar verður kynntur fljótlega eftir helgi. Alþýðusamband Íslands kallar eftir samráði og vill sjá aðgerðir sem miða að því að vernda fólkið í landinu, fremur en að standa vörð um fjármagn. Frá því að Alþingi samþykkti fyrsta stóra aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins hafa verið kynnt nokkur frekari úrræði. Þar á meðal eru aðgerðir sem fela í sér lækkun vaxta og greiðslubyrði á námslánum. Þá hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritað reglugerð sem flýtir stuðningsgreiðslum við sauðfjárrækt um nokkra mánuði og á morgun verður væntanlega gengið frá samningi við Seðlabanka Íslands vegna brúarlána. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær næsti aðgerðapakki verður kynntur en stefnt er að því að það verði strax eftir helgi. Alþýðusamband Ísland kynnti í dag sýnar áherslur vegna næsta aðgerðapakka. „Við viljum að það verði áframhald á hlutastarfaleiðinni. Við krefjumst þess að atvinnuleysistryggingarnar verði bættar og hækkaðar. Við viljum líka að það séu verndaðir sérstaklega hópar sem verða fyrir algeru tekjufalli, það er að segja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Sambandið vinnur nú einnig að tillögum að vernd fyrir heimili, nýsköpun og menntun til að koma í veg fyrir að atvinnuleysi verði meira en nauðsynlegt er. Hún leggur áherslu á samráð verði haft við verkalýðshreyfinguna. „Við væntum þess að við fáum að koma að þessum pakka áður en hann verður kynntur og þá koma okkar athugasemdum á framfæri. Það hefur sýnt sig að úrræði stjórnvalda verða yfirleitt betri með samráði,“ segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira