Verkfall BSRB skollið á: Einn af mörgum kjarasamningum undirritaður Samúel Karl Ólason og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 9. mars 2020 00:02 Frá undirritun samningsins. Vísir/Jóhann BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur. Önnur verkföll eru skollin á, í samræmi við aðgerðaráætlun aðildarfélaga BSRB. Viðræður munu standa yfir fram á nótt vegna annarra samninga. Aðgerðaráætlunina má sjá hér, á vef BSRB. Samningurinn sem hefur verið undirritaður nær yfir efsta liðinn, þann grænbláa. Sá nær til um 7.500 af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall á miðnætti. Verkföll munu hafa áhrif á skólastarf. Þá er búið að veita starfsfólki á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum undanþágu vegna nýju kórónuveirunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mörg stéttarfélög sveitarfélaga í samfloti kalla sig Bæjastarfsmannafélögin. Þau hafi samið við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er verulega ánægjulegur áfangi,“ segir Sonja. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Verið er að semja um styttingu vinnuviku við dagvinnufólk og vaktavinnufólk og eru það stórtíðindi að mati Sonju. Þetta hafi ekki breyst hjá opinberum starfsmönnum í um fimmtíu ár. „Þannig að við teljum þetta merkan áfanga og erum búin að stefna að þessu lengi hjá BSRB og aðildarfélögin staðið þétt að baki þessarar kröfu.“ Einnig er verið að semja um fleiri atriði eins og 30 daga orlof fyrir alla og 90 þúsund króna hækkun á kjarasamningstímabilinu. „Það eru mörg góð atriði í þessum samningi,“ segir Sonja. Varðandi nóttina segir hún að verið sé að vinna hörðum höndum að því að semja við borgina og segist Sonja vonast til þess að það klárist í nótt. Ekki sé mikið á milli deiluaðila. Mun lengra sé þó á milli samningsaðila þegar komi að viðræðunum við ríkið. Efling og hið opinbera skrifuðu undir kjarasamninga um helgina en viðræður á milli Eflingar og Reykjavíkur standa enn yfir. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna.Vísir/Jóhann Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna, segir að samningurinn sem var undirritaður skili sömu krónutölu og Lífskjarasamningarnir svokölluðu. Þeim hafi ekki verið raskað. „Þetta er búið að taka sinn tíma og ýmsar uppákomur á leiðinni. Þannig að það er mikill léttir að vera búinn að þessu,“ segir Arna Jakobína. Umfangsmiklu verkfalli hafi verið afstýrt. „Þannig að þetta er örugglega mikill léttir víða um landi, að það er ekki verkfall á morgun.“ Arna Jakobína segir stóra þáttinn í þessum samningi vera styttingu vinnuvikunnar. Það hafi mikil áhersla verið lögð á það. Nú verður farið í að kynna samninga fyrir félagsmönnum og það þarf að gerast fyrir 23. mars. Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga, Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Vestmannaeyja Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Kópavogs Starfamannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54 Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
BSRB hefur undirritað einn kjarasamning við samninganefnd hins opinbera. Samningur þessi nær til allra bæjarstarfsmanna, utan Reykjavíkur. Önnur verkföll eru skollin á, í samræmi við aðgerðaráætlun aðildarfélaga BSRB. Viðræður munu standa yfir fram á nótt vegna annarra samninga. Aðgerðaráætlunina má sjá hér, á vef BSRB. Samningurinn sem hefur verið undirritaður nær yfir efsta liðinn, þann grænbláa. Sá nær til um 7.500 af þeim sextán þúsund sem áttu að fara í verkfall á miðnætti. Verkföll munu hafa áhrif á skólastarf. Þá er búið að veita starfsfólki á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum undanþágu vegna nýju kórónuveirunnar. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mörg stéttarfélög sveitarfélaga í samfloti kalla sig Bæjastarfsmannafélögin. Þau hafi samið við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Þetta er verulega ánægjulegur áfangi,“ segir Sonja. Samningurinn gildir til 31. mars 2023. Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.Vísir/Sigurjón Verið er að semja um styttingu vinnuviku við dagvinnufólk og vaktavinnufólk og eru það stórtíðindi að mati Sonju. Þetta hafi ekki breyst hjá opinberum starfsmönnum í um fimmtíu ár. „Þannig að við teljum þetta merkan áfanga og erum búin að stefna að þessu lengi hjá BSRB og aðildarfélögin staðið þétt að baki þessarar kröfu.“ Einnig er verið að semja um fleiri atriði eins og 30 daga orlof fyrir alla og 90 þúsund króna hækkun á kjarasamningstímabilinu. „Það eru mörg góð atriði í þessum samningi,“ segir Sonja. Varðandi nóttina segir hún að verið sé að vinna hörðum höndum að því að semja við borgina og segist Sonja vonast til þess að það klárist í nótt. Ekki sé mikið á milli deiluaðila. Mun lengra sé þó á milli samningsaðila þegar komi að viðræðunum við ríkið. Efling og hið opinbera skrifuðu undir kjarasamninga um helgina en viðræður á milli Eflingar og Reykjavíkur standa enn yfir. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna.Vísir/Jóhann Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og formaður BSRB-nefndar Bæjarstarfsmannafélaganna, segir að samningurinn sem var undirritaður skili sömu krónutölu og Lífskjarasamningarnir svokölluðu. Þeim hafi ekki verið raskað. „Þetta er búið að taka sinn tíma og ýmsar uppákomur á leiðinni. Þannig að það er mikill léttir að vera búinn að þessu,“ segir Arna Jakobína. Umfangsmiklu verkfalli hafi verið afstýrt. „Þannig að þetta er örugglega mikill léttir víða um landi, að það er ekki verkfall á morgun.“ Arna Jakobína segir stóra þáttinn í þessum samningi vera styttingu vinnuvikunnar. Það hafi mikil áhersla verið lögð á það. Nú verður farið í að kynna samninga fyrir félagsmönnum og það þarf að gerast fyrir 23. mars. Þau félög sem hafa undirritað kjarasamninginn og aflýst verkföllum gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga eru: Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu Samflot bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinna stéttarfélaga, Félag opinberra starfsmanna á Austarlandi Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu Starfsmannafélag Fjallabyggðar Starfsmannafélag Fjarðabyggðar Starfsmannafélag Húsavíkur Starfsmannafélag Vestmannaeyja Samstarf 6 bæjarstarfsmannafélaga f.h. eftirtalinnna stéttarfélaga, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu Starfsmannafélag Hafnarfjarðar Starfsmannafélag Kópavogs Starfamannafélag Mosfellsbæjar Starfsmannafélag Suðurnesja
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54 Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Klukkan tifar í Karphúsinu Fundað er í hverju hverju herbergi í húsnæði Ríkissáttasemjara. Fólk gengur á milli herbergja enda allra leiða leitað til þess að afstýra verkfalli sextán þúsund félagsmanna BSRB sem hefst á miðnætti. 8. mars 2020 22:29
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 09:54
Styttist í verkföll Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. 8. mars 2020 18:17