Segir stjúpmóður sína líklegast aldrei eiga eftir að ná fullum bata eftir árekstur á Sandgerðisvegi Birgir Olgeirsson skrifar 17. maí 2020 18:30 Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar. Vísir/BjarniEinars Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata. Elínborg Steinunnardóttir var farþegi í bíl vinkonu sinnar þegar ökumaður bíls, sem kom úr gagnstæðri átt, fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl vinkvennanna á Sandgerðisvegi 18. janúar. Maðurinn var á stolinni bifreið og lögreglan hafði veitt honum eftirför. „Aðdragandinn var mjög stuttur, þær voru að keyra á Sandgerðisvegi, sáu nokkur bílljós í fjarska og fengu svo skyndilega bíl framan á sig. Þær áttuðu sig ekki á því að þær væru í neinni hættu fyrr en slysið átti sér stað,“ segir Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar sem hlaut fjölda áverka í árekstrinum. Elínborg er í hjólastól í dag og verður líklegast aldrei söm. Verður líklegast aldrei söm „Hún hlaut svokallað fjöláverka sem þýðir að hún brotnaði víðs vegar. Olnboginn öðru megin, úlnliðurinn hinu megin, mjaðmagrindin mölbrotin, fótbrotnaði á öðrum fæti, með svöðusár á hinum og með taugaskaða á ökkla,“ segir Ingibjörg Sunna. „Til viðbótar við þessa víðtæku áverka hlaut hún blæðingu á hægra heilahveli sem olli lömun og auk þess hlaut hún framheilaskaða sem hefur auðvitað áhrif á hvatvísi, hömlur og væntingar. Lífið fyrir henni og hennar nánustu verður aldrei það sama.“ Finnst niðurstaða nefndarinnar athyglisverð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að vísa þessari eftirför til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin lauk skoðun sinni á málinu 24. apríl síðastliðinn. Var það niðurstaða hennar að ekki skyldi aðhafast frekar vegna málsins. Myndbands- og hljóðupptökur hafi leitt í ljós að lögreglumennirnir hafi fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja. Ingibjörgu Sunnu finnst sú niðurstaða athyglisverð. Hún bendir á að lögfræðingar Elínborgar, sem skoða mál hennar, hafi strax við fyrstu sýn sé ástæðu til að skoða málið fyrir dómstólum og fá kveðið á um hvort þessi eftirför hafi verið eðlileg og samkvæmt verkferlum. „Við biðum eftir niðurstöðunni og vonuðumst til að hún yrði önnur. Þetta er engin endastöð fyrir okkur, við höldum bara áfram,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún bendir einnig á að formaður lögreglufélagsins hafi kallað eftir bættum verklagsreglum frá Ríkislögreglustjóra varðandi stöðvun ökutækja. „Það eitt og sér kallar eftir nánari skoðun,“ segir Ingibjörg Sunna. „Það eru yfirgnæfandi líkur á að hún og hennar fjölskylda komi til með að stefna ríkislögreglustjóra. Auk þess sem gerð verður krafa á ökumann hins ökutækisins.“ Segir meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Fjölskyldan vilji fá svör við því hvort þessi eftirför geti talist eðlileg. „Í einum af þessum fréttatilkynningum sem lögreglan sendi frá sér, er talað um að lögreglan hafi verið búin að minnka hraðann þegar áreksturinn átti sér stað, nema hvað að lögreglan er samt á 135 kílómetra hraða, búin að minnka hraðann, nýkomin úr hringtorgi. Ég velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fara í 7 mínútna eltingarleik í snjó og hálku á allt að 150 kílómetra hraða. Mér finnst það eitthvað sem þurfi að skoða,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún geri sér grein fyrir að lögreglan hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun og auðvelt sé að vera vitur eftir á. „En í öllum svona málum þarf að meta hagsmuni og ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Eftir á að hyggja, eins og við sjáum þetta, hefur það aldeilis verið gert því líf okkar á aldrei eftir að verða samt.“ Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
Fjölskylda konu, sem slasaðist alvarlega eftir árekstur við ökutæki sem lögreglan hafði veitt eftirför, íhugar að stefna ríkislögreglustjóra. Stjúpdóttir konunnar segir hana aldrei eiga eftir að ná fullum bata. Elínborg Steinunnardóttir var farþegi í bíl vinkonu sinnar þegar ökumaður bíls, sem kom úr gagnstæðri átt, fór yfir á rangan vegarhelming og hafnaði framan á bíl vinkvennanna á Sandgerðisvegi 18. janúar. Maðurinn var á stolinni bifreið og lögreglan hafði veitt honum eftirför. „Aðdragandinn var mjög stuttur, þær voru að keyra á Sandgerðisvegi, sáu nokkur bílljós í fjarska og fengu svo skyndilega bíl framan á sig. Þær áttuðu sig ekki á því að þær væru í neinni hættu fyrr en slysið átti sér stað,“ segir Ingibjörg Sunna Þrastardóttir, stjúpdóttir Elínborgar sem hlaut fjölda áverka í árekstrinum. Elínborg er í hjólastól í dag og verður líklegast aldrei söm. Verður líklegast aldrei söm „Hún hlaut svokallað fjöláverka sem þýðir að hún brotnaði víðs vegar. Olnboginn öðru megin, úlnliðurinn hinu megin, mjaðmagrindin mölbrotin, fótbrotnaði á öðrum fæti, með svöðusár á hinum og með taugaskaða á ökkla,“ segir Ingibjörg Sunna. „Til viðbótar við þessa víðtæku áverka hlaut hún blæðingu á hægra heilahveli sem olli lömun og auk þess hlaut hún framheilaskaða sem hefur auðvitað áhrif á hvatvísi, hömlur og væntingar. Lífið fyrir henni og hennar nánustu verður aldrei það sama.“ Finnst niðurstaða nefndarinnar athyglisverð Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að vísa þessari eftirför til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin lauk skoðun sinni á málinu 24. apríl síðastliðinn. Var það niðurstaða hennar að ekki skyldi aðhafast frekar vegna málsins. Myndbands- og hljóðupptökur hafi leitt í ljós að lögreglumennirnir hafi fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja. Ingibjörgu Sunnu finnst sú niðurstaða athyglisverð. Hún bendir á að lögfræðingar Elínborgar, sem skoða mál hennar, hafi strax við fyrstu sýn sé ástæðu til að skoða málið fyrir dómstólum og fá kveðið á um hvort þessi eftirför hafi verið eðlileg og samkvæmt verkferlum. „Við biðum eftir niðurstöðunni og vonuðumst til að hún yrði önnur. Þetta er engin endastöð fyrir okkur, við höldum bara áfram,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún bendir einnig á að formaður lögreglufélagsins hafi kallað eftir bættum verklagsreglum frá Ríkislögreglustjóra varðandi stöðvun ökutækja. „Það eitt og sér kallar eftir nánari skoðun,“ segir Ingibjörg Sunna. „Það eru yfirgnæfandi líkur á að hún og hennar fjölskylda komi til með að stefna ríkislögreglustjóra. Auk þess sem gerð verður krafa á ökumann hins ökutækisins.“ Segir meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Fjölskyldan vilji fá svör við því hvort þessi eftirför geti talist eðlileg. „Í einum af þessum fréttatilkynningum sem lögreglan sendi frá sér, er talað um að lögreglan hafi verið búin að minnka hraðann þegar áreksturinn átti sér stað, nema hvað að lögreglan er samt á 135 kílómetra hraða, búin að minnka hraðann, nýkomin úr hringtorgi. Ég velti fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fara í 7 mínútna eltingarleik í snjó og hálku á allt að 150 kílómetra hraða. Mér finnst það eitthvað sem þurfi að skoða,“ segir Ingibjörg Sunna. Hún geri sér grein fyrir að lögreglan hafi staðið frammi fyrir erfiðri ákvörðun og auðvelt sé að vera vitur eftir á. „En í öllum svona málum þarf að meta hagsmuni og ekki fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Eftir á að hyggja, eins og við sjáum þetta, hefur það aldeilis verið gert því líf okkar á aldrei eftir að verða samt.“
Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsóss „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Sjá meira
Telja lögreglumenn hafa fylgt reglum við eftirför á Sandgerðisvegi Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu telur lögreglumenn hafa fylgt verklagsreglum um stöðvun ökutækja í hvívetna þegar þeir veittu ökumanni stolinnar bifreiðar eftirför á Sandgerðisvegi þann 18. janúar síðastliðinn. 16. maí 2020 19:31
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17