Í kvöld klukkan 20 fara fram lokatónleikarnir í streymisdagskrá Borgarleikhússins í samkomubanni.
Tónleikarnir eru ekki af verri endanum því flutt verða vel valin lög úr söngleiknum Elly, sem sló rækilega í gegn og gekk fyrir fullu húsi í þrjú leikár í Borgarleikhúsinu eða í 220 sýningar.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fór með hlutverk Ellyjar, Björgvin Franz Gíslason, sem fór með hlutverk Ragga Bjarna, og Katla Margrét Þorgeirsdóttir taka vel valin lög úr söngleiknum.
Hægt er að horfa á útsendinguna hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.