Aðstandendur fá að fylgja konum á kvennadeild eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 17:36 Nýjar og rýmri reglur um viðveru aðstandenda á kvennadeild Landspítalans taka gildi á mánudag. Vísir/Stöð 2 Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi. Viðveranda maka eða aðstandenda á kvennadeild hefur verið takmörkuð vegna kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur. Frá og með mánudeginum verður slakað verulega á þeim takmörkunum. Nú fá aðstandendur að fylgja konum í fósturgreiningu og meðgönguvernd, maki má dvelja hjá sængurkonu eftir fæðingu nema hún sé á stofu með annarri konu og einn aðstandandi fær að vera með konu frá því hún er flutt á fæðingarstofu, í keisara. Engar heimsóknir verða þó leyfðar á fæðingarvakt, að því er segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þá eru aðstandendur beðnir um að virða tveggja metra fjarlægðarviðmið, spritta hendur og ekki nota sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Eftirfarandi eru reglur um viðveru aðstandenda á meðgöngu, við fæðingu og sængurlegu sem taka gildi mánudaginn 18. maí: Bókaðir tímar og bráðakomur Gildir á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðþjónustu kvennadeilda, meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Konur sem eiga bókaðan tíma í fósturgreiningu (ómskoðun) mega hafa aðstandanda með sér í skoðuninni. Konur sem eiga tíma í meðgönguvernd mega hafa aðstandanda með sér í viðtöl og skoðanir. Við beinum þeim tilmælum til kvenna að hugleiða vel þörfina á því og aðeins koma með aðstandanda með sér í viðtöl ef þeim finnst það mjög mikilvægt. Ekki er hægt að hafa aðstandanda með í dagannareftirlit á 22-B. Konur sem fá tíma á bráðaþjónustu 22B mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun en vegna þrengsla á sumum skoðunarstofum getur verið að aðstandandi verði beðinn að bíða á biðstofu á meðan skoðun fer fram. Aðstandendur þurfa því að vera viðbúnir því að víkja af deildinni óski starfsfólk eftir því. Það sama gildir um bráðakomur á meðgöngu- og sængurlegudeild 22-A og skoðanir á fæðingarvakt 23-B, utan opnunartíma bráðaþjónustu. Sængurlega Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Maki má vera hjá sængurkonu eftir fæðingu. Gert er ráð fyrir að maki haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými. Maki má gista, fær morgunmat og þarf að greiða gistigjald eins og hefur verið. Aðrar máltíðir þarf maki að kaupa sér í matsal LSH eða sjálfsala/kaffistofum. Ef maka vanhagar um eitthvað utan úr bæ, má biðja aðstandendur um að koma með það til viðkomandi og afhenda það í anddyri Kvennadeildar á 1. hæð. Maki getur ekki dvalið á deildinni ef konan liggur með annarri konu á stofu en getur komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Innlögn á meðgöngu og endurinnlögn eftir fæðingu Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Aðstandandi getur ekki fylgt konum sem þurfa innlögn á meðgöngu og í aðdraganda fæðingar, s.s. vegna gangsetningar, verkjameðferðar eða sérstaks eftirlits. Sama gildir um endurinnlagnir eftir fæðingu. Samkvæmt reglum spítalans um heimsóknir frá 18. maí getur einn aðstandandi komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Hér er eingöngu átt við maka eða einn náin aðstandanda. Aðrar heimsóknir eru ekki leyfðar. Fæðing Gildir á fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeild (valkeisarar) Einn aðstandandi getur verið hjá konu frá því að hún er flutt á fæðingarstofu. Einn aðstandandi getur fylgt konu í keisara, hvort sem er bráða- eða valkeisari. Eingöngu er hægt að leyfa einum aðstandanda að vera með konu í fæðingu, engar undantekningar verða leyfðar á því. Engar heimsóknir eru leyfðar á fæðingarvakt. Aðstandendur eru vinsamlegast beðnir um að: Virða 2 m fjarlægðarviðmið og víkja frá heilbrigðisstarfsfólki þegar verið er að sinna konu og barni. Spritta hendur við komu á deild og fylgja leiðbeiningum varðandi sóttvarnir. Nota ekki sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Koma ekki á sjúkrahúsið ef þeir hafa einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Opnað verður fyrir að aðstandendur fái að fylgja konum á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu á Landspítalanum í flestum tilfellum frá og með mánudeginum 18. maí, þar á meðal í ómskoðun og eftir fæðingu. Ákveðnar takmarkanir verða þó áfram í gildi. Viðveranda maka eða aðstandenda á kvennadeild hefur verið takmörkuð vegna kórónuveirufaraldursins undanfarnar vikur. Frá og með mánudeginum verður slakað verulega á þeim takmörkunum. Nú fá aðstandendur að fylgja konum í fósturgreiningu og meðgönguvernd, maki má dvelja hjá sængurkonu eftir fæðingu nema hún sé á stofu með annarri konu og einn aðstandandi fær að vera með konu frá því hún er flutt á fæðingarstofu, í keisara. Engar heimsóknir verða þó leyfðar á fæðingarvakt, að því er segir í tilkynningu frá Landspítalanum. Þá eru aðstandendur beðnir um að virða tveggja metra fjarlægðarviðmið, spritta hendur og ekki nota sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Eftirfarandi eru reglur um viðveru aðstandenda á meðgöngu, við fæðingu og sængurlegu sem taka gildi mánudaginn 18. maí: Bókaðir tímar og bráðakomur Gildir á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðþjónustu kvennadeilda, meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Konur sem eiga bókaðan tíma í fósturgreiningu (ómskoðun) mega hafa aðstandanda með sér í skoðuninni. Konur sem eiga tíma í meðgönguvernd mega hafa aðstandanda með sér í viðtöl og skoðanir. Við beinum þeim tilmælum til kvenna að hugleiða vel þörfina á því og aðeins koma með aðstandanda með sér í viðtöl ef þeim finnst það mjög mikilvægt. Ekki er hægt að hafa aðstandanda með í dagannareftirlit á 22-B. Konur sem fá tíma á bráðaþjónustu 22B mega hafa með sér aðstandanda í viðtal og skoðun en vegna þrengsla á sumum skoðunarstofum getur verið að aðstandandi verði beðinn að bíða á biðstofu á meðan skoðun fer fram. Aðstandendur þurfa því að vera viðbúnir því að víkja af deildinni óski starfsfólk eftir því. Það sama gildir um bráðakomur á meðgöngu- og sængurlegudeild 22-A og skoðanir á fæðingarvakt 23-B, utan opnunartíma bráðaþjónustu. Sængurlega Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Maki má vera hjá sængurkonu eftir fæðingu. Gert er ráð fyrir að maki haldi sig sem mest inni á stofu hjá konunni og fari ekki í sameiginleg rými. Maki má gista, fær morgunmat og þarf að greiða gistigjald eins og hefur verið. Aðrar máltíðir þarf maki að kaupa sér í matsal LSH eða sjálfsala/kaffistofum. Ef maka vanhagar um eitthvað utan úr bæ, má biðja aðstandendur um að koma með það til viðkomandi og afhenda það í anddyri Kvennadeildar á 1. hæð. Maki getur ekki dvalið á deildinni ef konan liggur með annarri konu á stofu en getur komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Innlögn á meðgöngu og endurinnlögn eftir fæðingu Gildir á meðgöngu- og sængurlegudeild og fæðingarvakt. Aðstandandi getur ekki fylgt konum sem þurfa innlögn á meðgöngu og í aðdraganda fæðingar, s.s. vegna gangsetningar, verkjameðferðar eða sérstaks eftirlits. Sama gildir um endurinnlagnir eftir fæðingu. Samkvæmt reglum spítalans um heimsóknir frá 18. maí getur einn aðstandandi komið í heimsókn milli kl. 16:00 og 19:00 í að hámarki eina klukkustund. Hér er eingöngu átt við maka eða einn náin aðstandanda. Aðrar heimsóknir eru ekki leyfðar. Fæðing Gildir á fæðingarvakt og meðgöngu- og sængurlegudeild (valkeisarar) Einn aðstandandi getur verið hjá konu frá því að hún er flutt á fæðingarstofu. Einn aðstandandi getur fylgt konu í keisara, hvort sem er bráða- eða valkeisari. Eingöngu er hægt að leyfa einum aðstandanda að vera með konu í fæðingu, engar undantekningar verða leyfðar á því. Engar heimsóknir eru leyfðar á fæðingarvakt. Aðstandendur eru vinsamlegast beðnir um að: Virða 2 m fjarlægðarviðmið og víkja frá heilbrigðisstarfsfólki þegar verið er að sinna konu og barni. Spritta hendur við komu á deild og fylgja leiðbeiningum varðandi sóttvarnir. Nota ekki sameiginleg rými nema brýna nauðsyn beri til. Koma ekki á sjúkrahúsið ef þeir hafa einkenni sem gætu bent til COVID-19 sýkingar.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira