Fótbolti

Carrag­her valdi úr­vals­lið leik­manna sem hann spilaði á móti: Henry bestur í sögu úr­vals­deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carragher og Keane börðust oft inn á vellinum hér áður fyrr.
Carragher og Keane börðust oft inn á vellinum hér áður fyrr. Vísir/Football365

Jamie Carragher var einn spekinganna í fótboltaþættinum The Football Show á Sky Sports í gær þar sem Jamie Carragher, Greame Souness og Gary Neville fóru yfir stöðuna. Carragher valdi þá ellefu erfiðustu leikmenn sem hann hefur mætt á ferlinum.

Þessi 42 ára varnarmaður spilaði allan sinn ferill hjá Liverpool og vann hann þar meðal annars Meistaradeildina, deildarbikarinn í þrígang, enska bikarinn í tvígang og einnig UEFA-bikarinn. Hann spilaði þar að auki 38 leiki fyrir enska landsliðið.

„Ég var heppinn að ég fékkk að spila gegn bestu leikmönnum í heimi í gegnum tíðina hjá Liverpool,“ sagði Carragher áður en hann dembdi sér í að kynna liðið sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Þar fer hann meðal annars fögrum orðum um Thierry Henry.

„Mér finnst Thierry Henry besti leikmaður allra tíma í ensku úrvalsdeildinni og líklega sá erfiðasti sem ég hef mætt. Liðið sem hann spilaði í tímabilið 2003/2004 hjá Arsenal og tímabilin í kringum það eru líklega erfiðasta lið sem ég hef spilað með bæði á Englandi og fyrir utan England,“ sagði Carragher.

Erfiðustu leikmenn sem Carragher mætti:

Gianluigi Buffon

Cafu

Marcel Desailly

John Terry

Paolo Maldini

Xavi Roy Keane

Andres Iniesta

Lionel Messi

Thierry Henry

Cristiano Ronaldo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×