Fótbolti

Man. United væri fimm sætum neðar ef ekki væri fyrir VAR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea skorar gegn Man. United en markið dæmt af vegna rangstöðu. VAR dæmdi markið af.
Chelsea skorar gegn Man. United en markið dæmt af vegna rangstöðu. VAR dæmdi markið af. vísir/epa

Manchester United væri fimm sætum neðar með fimm færri stig ef ekki væri fyrir VAR. Þetta kemur í úttekt sem ESPN tók saman en ekkert lið hefur hagnast meira á VAR en Rauðu djöflarnir.

United er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 45 stig en þeir væru í 10. sætinu ef ekki væri fyrir stigin fimm sem liðið hefur hagnast á vegna VARsjá-dóma.

Meðal ákvarða sem hafa hagnast United á tímabilinu er þegar Sadio Mane virtist tryggja Liverpool sigur gegn United í október og einnig var sigurmark Everton gegn liðinu í síðasta mánuði dæmt af vegna rangstöðu á Gylfa Sigurðsson.

Brighton hefur hagnast jafn mikið á VAR á tímabilinu og United. Topplið Liverpool hefur einungis grætt tvö stig á VARsjánni og Englandsmeistarar Manchester City hafa tapað fimm stigum.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hefðu verið með fimm stigum meira ef ekki væri fyrir VAR og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley myndu missa tvö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×