Sérstök tilfinning að vera á fundi með Barack Obama Sylvía Hall skrifar 10. apríl 2020 21:42 Dagur segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að vera með Obama á fundi. Vísir/Facebook Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fundaði í gær með borgarstjórum víðs vegar úr heiminum. Umfjöllunarefnið var faraldur kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum og var Barack Obama á meðal þeirra sem tóku þátt í fundinum. Þar hvatti hann borgarstjóra til dáða og gaf þeim góð ráð. Á fundinum var rætt um hvernig staðið yrði að því að aflétta þeim takmörkunum sem gripið hefur verið til um allan heim, til að mynda samkomubönnum, fjöldatakmörkunum og á sumum stöðum útgöngubönnum. „Ég viðurkenni fúslega að það fylgdi því sérstök tilfinning að vera með Barack Obama fyrrv. forseta Bandaríkjanna á fjarfundi, ásamt fyrrv. borgarstjora NY og Tom Frieden fyrrv yfirmanni Center of Disease Control í Bandaríkjunum sem hefur af mörgum verið þakkað fyrir árangurríka glímu við E-bola og Sars-veiruna alþjóðlega. Og mörgum fleirum,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Funduðu með Þórólfi í janúar Í færslunni rifjar Dagur það upp þegar almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins fundaði með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í lok janúar til þess að fara yfir stöðuna. Það var rætt hvað væri hugsanlega fram undan, en þá hafði óvissustigi almannavarna verið lýst yfir. „Þórólfur hitti neyðarstjórn borgarinnar strax sama dag og við hófumst handa við að uppfæra allar viðbragðsáætlanir og búa okkur undir það sem gæti verið í vændum. Fyrir tilviljun höfðum við skipulagt æfingu - sem átti að vera rútuslys með meiðslum á börnum - en snérum henni á punktinum í það að undirbúa starfsemi borgarinnar fyrir veiruna.“ Hann segir alla hafa fengið tíma til að undirbúa sig þó allir hafi þurft að vinna hratt. Unnið var að smitgreiningu, rakningum, sóttkví og einangrun og öllu hafi verið miðlað reglulega til almennings, sem hafi verið lykillinn að frekari skrefum. „Borgir, lönd og heiminn allan dreymir um að hafa þá yfirsýn og yfirvegun í öllum aðgerðum sem við höfum búið að hér á Íslandi frá fyrsta degi,“ skrifar Dagur. Hann segir að sumt muni þurfa að breytast eftir faraldurinn, og jafnvel varanlega. Það þurfi að gerast með virku samtali og yfirvegun. Þá hrósar hann Ölmu, Þórólfi og Víði sem og öllu því fagfólki sem vinnur með þeim og bætir við að þau séu öll á heimsmælikvarða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira