Fótbolti

Þurftu að kenna Ronaldo að verða meiri liðsmaður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo

Manchester United varð að láta Cristiano Ronaldo gera hluti á æfingum sem hann vildi sjálfur ekki gera. Þetta sagði Mike Phelan sem vann sem aðstoðarþjálfari United á þessum tíma og er mættur aftur til United í dag.

Hinn portúgalski Ronaldo kom ungur að árum til United en hann endaði á því að skora 118 mörk í 292 leikjum fyrir félagið. Hann vann þrjá Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina einu sinni áður en hann yfirgaf félagið fyrir Real Madrid.

„Ronaldo stóð út úr. Hann vildi meiri aðstoð frá þjálfurunum og hann var alltaf áskorun því hann var alltaf að sækjast eftir einhverju meira. Við urðum að reyna að gera Cristiano að meiri liðsmanni og hann náði því að endingu,“ sagði Phelan í samtali við The Coaching Manual.

„Það voru nokkrir hlutir á æfingum á æfingum sem við létum hann gera sem hann vildi ekki sjálfur gera. Það voru ákveðnir hlutir - sérstaklega þegar maður horfði á leiki hjá Real - að það voru ákveðnir hlutir sem hann lærði hjá United.“

„Hann komst upp stigann og það er mikilvægt. Ég er ekki að segja að ég hafi búið til Cristiano Ronaldo. Fullt af fólki hafði áhrif á hann en hann á sjálfur mestan heiðurinn að þessu, dugnaður hans hefur verið stórkostlegur,“ sagði Phelan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×