Fótbolti

Messi segir fjölmiðilinn TNT Sports lygasjúkan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Messi hefur fengið nóg af lygum TNT Sports.
Messi hefur fengið nóg af lygum TNT Sports. EPA-EFE/JUANJO MARTIN

Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður allra tíma ef ekki sá besti, hefur fengið sig fullsaddan af fjölmiðlinum TNT Sports. Messi ásakar miðilinn einfaldlegar um lygar á Instagram-síðu sinni í gær.

Alls hefur TNT Sports birt þrjár fréttir sem Messi segir vera falsfréttir. Fyrsta frétt miðilsins snéri að Messi og mögulegum félagaskiptum hans til Inter Milan á Ítalíu. Þar á eftir kom frétt þess efnis að Messi hefði greitt tryggingu svo Ronaldinho kæmist úr fangelsi í Paragvæ. 

Að lokum sagði Messi að TNT Sports hefðu á dögunum birt frétt um mögulega vistaskipti Messi til knattspynufélagsins Newell´s í Argentínu.

„Það er líka rangt og sem betur fer trúir enginn þessari vitleysu,“ skrifaði Messi undir fréttina á Instagram-síðu sinni.

Myndin sem Messi birti í „story“ hjá sér í gær.Skjáskot/Instagram-síða Messi

Hvort þetta dugi til þess að stöðva TNT Sports í að birta fréttir sem þessar verður að koma í ljós en það er ljóst að Messi er engan veginn sáttur með fréttaflutning miðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×