Fékk fyrirspurnir frá Danmörku og Íslandi en verður áfram hjá dönsku meisturunum Anton Ingi Leifsson skrifar 9. apríl 2020 10:00 Arnór Atlason reif upp Skype og ræddi við strákana í Sportinu í dag. Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Arnóri Atlasyni líður vel sem aðstoðarþjálfari Álaborgar í Danmörku og hugsar sér ekki til hreyfings. Hann fékk þó fyrirspurnir frá öðrum félögum í Danmörku sem og frá Íslandi. Álaborg varð krýndur danskur deildarmeistari á dögunum eftir að tímabilið var blásið af en liðið vann tvöfalt á síðasta ári. Gamla miðjumanninum líður vel hjá félaginu og kann vel við sig í þessu hlutverki. „Mér líkar þetta ótrúlega vel. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og er í rosa góðu sambandi við aðalþjálfarann. Við vinnum ótrúlega vel saman og mér finnst þetta þrælskemmtilegt og ætla að sjá hvert þetta leiðir,“ sagði Arnór en hann hefur verið eftirsóttur. „Það hafa komið fyrirspurnir hér í Danmörku og á Íslandi. Ég hugleiddi það mjög vel en var líka sannfærður um að mér líður mjög vel í mínu starfi hérna í Álaborg. Ég fæ mínum störfum fullnægt; fæ að taka mikið þátt í þessu og mjög ánægður með mitt starf þannig séð. Það eru ótrúlega spennandi tímar, til að mynda í Meistaradeildinni, og verðum aftur í henni á næsta ári. Þetta er flottur klúbbur og mér líður ótrúlega vel.“ Hann segir að hann verði hjá Álaborg í það minnsta eitt tímabil í viðbót. „Ég verð hérna út næsta tímabil. Ég er með samning eitt ár í viðbót og maður skoðar það sem kemur á þeim tímapunkti og tekur ákvörðun út frá því.“ Hann segir ekki útilokað að fjölskyldan flytjist búferlum heim til Íslands þegar fram líða stundir. „Ég veit það ekki. Það getur vel verið. Við eigum þrjú börn og auðvitað langar mann að gefa þeim tækifæri að alast upp á Íslandi og það var planið að koma heim en elsti strákurinn er kominn í áttunda bekk og við erum ekki enn kominn. Við ætlum ekki að ákveða eitt né neitt og það kemur bara í ljós.“ Klippa: Sportið í dag - Arnór verður áfam í Danmörku Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Danski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira