Gætu bannað komur skemmtiferðaskipa eða takmarkað komu farþega Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 15:25 Skemmtiferðaskipið Celebrity Reflection í Sundahöfn þegar betur áraði í heiminum. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ferðamennska til Íslands hefur nær stöðvast vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og viðbragða ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu hans. Millilandaflug liggur að mestu leyti niðri en 163 skemmtiferðaskip eru enn væntanleg til landsins þrátt fyrir að á þriðja tug annarra hafi afbókað sig. Í Færeyjum, þar sem faraldurinn er ekki lengur talinn í virkri útbreiðslu, hafa yfirvöld sett alla komufarþega í sóttkví, innlenda sem erlenda. Þórólfur var spurður að því á daglegum upplýsingafundi almannavarna hvort að hér stæði til að fara þessa „færeysku leið“ með skemmtiferðaskipin. „Við erum að hugsa um að fara íslensku leiðina á þetta. Hún er í skoðun og það eru bara ákveðnar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Ekki væru margar útfærslur um hvernig eigi að forðast smit frá skemmtiferðaskipum í boði. Vali stæði á milli þess að banna komu skipanna til landsins, banna farþegum að koma í land eða setja einhvers konar takmarkanir á því hverjir geta komið í land. „Það eru ekki margir aðrir möguleikar og við erum bara með allt þetta í skoðun,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Til skoðunar er hvort að banna eigi komur skemmtiferðaskipa til landsins eða setja takmarkanir á hvaða farþegar geta komið í land til að fyrirbyggja að kórónuveirusmit berist hingað til lands með þeim, að sögn Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis. Ferðamennska til Íslands hefur nær stöðvast vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og viðbragða ríkja heims til þess að hefta útbreiðslu hans. Millilandaflug liggur að mestu leyti niðri en 163 skemmtiferðaskip eru enn væntanleg til landsins þrátt fyrir að á þriðja tug annarra hafi afbókað sig. Í Færeyjum, þar sem faraldurinn er ekki lengur talinn í virkri útbreiðslu, hafa yfirvöld sett alla komufarþega í sóttkví, innlenda sem erlenda. Þórólfur var spurður að því á daglegum upplýsingafundi almannavarna hvort að hér stæði til að fara þessa „færeysku leið“ með skemmtiferðaskipin. „Við erum að hugsa um að fara íslensku leiðina á þetta. Hún er í skoðun og það eru bara ákveðnar aðgerðir,“ sagði Þórólfur. Ekki væru margar útfærslur um hvernig eigi að forðast smit frá skemmtiferðaskipum í boði. Vali stæði á milli þess að banna komu skipanna til landsins, banna farþegum að koma í land eða setja einhvers konar takmarkanir á því hverjir geta komið í land. „Það eru ekki margir aðrir möguleikar og við erum bara með allt þetta í skoðun,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira