„Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. apríl 2020 13:34 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn veirunni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Amgen, bandarískt móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Breska dagblaðið The Guardian fjallaði í dag um viðræður Bandaríkjaforseta við lyfjafyrirtæki um framleiðslu á nýjum lyfjum við sjúkdómnum. Amgen tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hefja rannsóknir á mótefnum sem gætu virkað gegn veirunni og þar af leiðandi við lyfjaframleiðslu. Það var að frumkvæði Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem Amgen ákvað að ráðast í verkefnið. Kári lagði það til við Amgen að fyrirtækið skyldi reyna að búa til mótefni fyrir veirunni því Amgen hefur yfir að ráða verksmiðju þar sem mótefni eru búin til og notuð í lækningaskyni við hinum ýmsu sjúkdómum. Það var um svipað leyti og Kári bauðst til að hefja almenna skimun fyrir veirunni á Íslandi, í byrjun mars. Kári segir að Íslensk erfðagreining muni veita Amgen innsýn inn í þróun mála með því að skoða meðal annars erfðamengi Íslendinga og erfðamengi veirunnar. Kári vill þó halda því til haga að fyrirtækið muni ekki veita neinar upplýsingar sem ekki muni birtast í vísindatímaritum. „Við höfum aldrei nokkurn tíman veitt Amgen eða nokkrum öðrum aðgang að erfðamengi þátttakenda í rannsóknum fyrirtækisins eða aðrar upplýsingar um þátttakendur hjá okkur. Það eina sem við höfum gert er að veita fólki aðgang að niðurstöðum rannsókna sem eru undantekningarlaust líka birtar í vísindatímaritum,“ segir Kári. Brýnt að finna aðferð til að meðhöndla sjúkdóminn Kári segir að ríki heims standi misvel að vígi andspænis veirunni. Þriðja heims ríki búi til að mynda ekki yfir góðum innviðum. Því sé ekki annað raunhæft í baráttunni gegn sjúkdómnum en að finna mótefni. „Þar sem ástandið er núna þannig, sérstaklega í þriðja heiminum, að þó svo að þú færir út í þriðja heiminn og myndir skima af miklum krafti þá eru raunverulega engir innviðir í þeim samfélögum til að nota rakningu á smitum og setja fólk í sóttkví og svo framvegis, þannig að það eina sem þú getur gert í þeim hluta heimsins þar sem stendur illa á er að finna einhverja aðferð til að meðhöndla. Þar sem Amgen er með þessa verksmiðju sem getur búið til mótefni og við erum á bólakafi að búa til skilning á veirunni, þá fannst okkur þetta, að vissu leyti, vera dálítið sniðug samsetning. Ein af aðferðunum til að búa til mótefni í lækningaskyni er að byggja mótefni úr því mótefni sem myndast í blóði þeirra sem hafa jafnað sig á sjúkdómum. „Við vonumst til að geta myndað samvinnu við þá Íslendinga sem hafa veikst af Covid-19 og eru búnir að jafna sig til að hjálpa okkur við að búa til forsendur fyrir því að búa til mótefni í lækningaskyni,“ segir Kári og bætir við. „Þetta er ekki hugsað sem tilraun til að búa til vöru á markað. Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Íslensk erfðagreining vonast nú eftir samstarfi við Íslendinga sem hafa jafnað sig af Covid-19 sjúkdómnum til að nota mótefni, sem hefur myndast í blóði þeirra gegn veirunni til að, vonandi, geta smíðað mótefni gegn veirunni. Verkefnið er unnið í samstarfi við Amgen, bandarískt móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar. Breska dagblaðið The Guardian fjallaði í dag um viðræður Bandaríkjaforseta við lyfjafyrirtæki um framleiðslu á nýjum lyfjum við sjúkdómnum. Amgen tilkynnti í síðustu viku að það hygðist hefja rannsóknir á mótefnum sem gætu virkað gegn veirunni og þar af leiðandi við lyfjaframleiðslu. Það var að frumkvæði Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem Amgen ákvað að ráðast í verkefnið. Kári lagði það til við Amgen að fyrirtækið skyldi reyna að búa til mótefni fyrir veirunni því Amgen hefur yfir að ráða verksmiðju þar sem mótefni eru búin til og notuð í lækningaskyni við hinum ýmsu sjúkdómum. Það var um svipað leyti og Kári bauðst til að hefja almenna skimun fyrir veirunni á Íslandi, í byrjun mars. Kári segir að Íslensk erfðagreining muni veita Amgen innsýn inn í þróun mála með því að skoða meðal annars erfðamengi Íslendinga og erfðamengi veirunnar. Kári vill þó halda því til haga að fyrirtækið muni ekki veita neinar upplýsingar sem ekki muni birtast í vísindatímaritum. „Við höfum aldrei nokkurn tíman veitt Amgen eða nokkrum öðrum aðgang að erfðamengi þátttakenda í rannsóknum fyrirtækisins eða aðrar upplýsingar um þátttakendur hjá okkur. Það eina sem við höfum gert er að veita fólki aðgang að niðurstöðum rannsókna sem eru undantekningarlaust líka birtar í vísindatímaritum,“ segir Kári. Brýnt að finna aðferð til að meðhöndla sjúkdóminn Kári segir að ríki heims standi misvel að vígi andspænis veirunni. Þriðja heims ríki búi til að mynda ekki yfir góðum innviðum. Því sé ekki annað raunhæft í baráttunni gegn sjúkdómnum en að finna mótefni. „Þar sem ástandið er núna þannig, sérstaklega í þriðja heiminum, að þó svo að þú færir út í þriðja heiminn og myndir skima af miklum krafti þá eru raunverulega engir innviðir í þeim samfélögum til að nota rakningu á smitum og setja fólk í sóttkví og svo framvegis, þannig að það eina sem þú getur gert í þeim hluta heimsins þar sem stendur illa á er að finna einhverja aðferð til að meðhöndla. Þar sem Amgen er með þessa verksmiðju sem getur búið til mótefni og við erum á bólakafi að búa til skilning á veirunni, þá fannst okkur þetta, að vissu leyti, vera dálítið sniðug samsetning. Ein af aðferðunum til að búa til mótefni í lækningaskyni er að byggja mótefni úr því mótefni sem myndast í blóði þeirra sem hafa jafnað sig á sjúkdómum. „Við vonumst til að geta myndað samvinnu við þá Íslendinga sem hafa veikst af Covid-19 og eru búnir að jafna sig til að hjálpa okkur við að búa til forsendur fyrir því að búa til mótefni í lækningaskyni,“ segir Kári og bætir við. „Þetta er ekki hugsað sem tilraun til að búa til vöru á markað. Þetta er hugsað sem framlag til baráttu mannsins við þessa illskæðu veiru.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Um helmingur greindra í skimun einkennalaus eða einkennalítill Um helmingur þeirra sem hefur greinst með kórónuveiruna í skimun Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið einkennalaus eða einkennalítill að sögn sóttvarnalæknis. Þó vísbendingar séu um að þessir einstaklingar smiti síður felist í þessu áskorun fyrir heilbrigðisyfirvöld. 5. apríl 2020 18:29
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05
Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar sýnir 0,3 prósent smit úti í samfélaginu Íslensk erfðagreining hefur hafið skimun fyrir kórónuveirunni utan höfuðborgarsvæðisins og er von á sýnum í dag frá Vestmannaeyjum. Sýnatökur vegna veirunnar munu þá hefjast hjá Læknastofum Akureyrar næstkomandi mánudag og einnig verður skimað fyrir veirunni á Austurlandi og Vesturlandi á næstu misserum. 3. apríl 2020 18:27