Þorsteinn Víglundsson segir af sér þingmennsku Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2020 08:09 Þorsteinn Víglundsson. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017. Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorsteini sem send var á fjölmiðla skömmu eftir klukkan 8 í morgun. Þar segir að síðdegis í gær hafi hann tilkynnt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, að hann hefði tekið ákvörðun um að segja af sér þingmennsku frá og með 14. apríl næstkomandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari taka sæti hans á þingi. „Ég hef að vandlega íhuguðu máli samþykkt að taka að mér spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins og mun hefja störf síðar í þessum mánuði. Þá hef ég á sama tíma tilkynnt stjórn Viðreisnar um afsögn mína sem varaformaður flokksins. Ég hef starfað í stjórnmálum undanfarin tæp fjögur ár og er þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt á þeim vettvangi. Ég hef tvívegis verið kjörinn þingmaður Reykvíkinga og það er mér mikill heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi Íslendinga þennan tíma,“ segir í tilkynningunni. Kveður með söknuði Þorsteinn segir að þótt átök einkenni gjarnan störf þingsins í opinberri umfjöllun sé sér efst í huga á þessum tímamótum sú dýrmæta reynsla sem hann hafi öðlast og góð samskipti og vinskapur við samherja jafnt sem pólitíska andstæðinga. „Ég kveð með söknuði allt það góða fólk sem ég hef starfað með á Alþingi á undanförnum árum, bæði þingmenn og ekki síður allt hið hæfileikaríka starfsfólk sem starfar fyrir Alþingi. Ég er stoltur af því að hafa tekið þátt í uppbyggingu Viðreisnar. Flokkurinn hefur á fáum árum fest sig í sessi sem öflugur og skýr valkostur fyrir frjálslynt fólk á miðju íslenskra stjórnmála. Flokkurinn hefur sterka innviði og mikinn fjölda hæfileikafólks. Viðreisn hefur þegar markað sér sess til framtíðar í íslenskum stjórnmálum. Ég fer frá borði fullviss um að þetta fley mun áfram sigla seglum þöndum. Viðreisn mun áfram berjast fyrir betra mannlífi og bættum kjörum Íslendinga og ég hlakka til að fylgjast með flokknum af hliðarlínunni,“ segir í tilkynningunni. Áður en Þorsteinn settist á þing hafði hann gegnt stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins frá 2013 og 2016. Hann gegndi embætti félags- og jafnréttismálaráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017.
Alþingi Vistaskipti Viðreisn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira