„Þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 23:00 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu sem er komið upp í Olís-deild karla eftir ákvörðun HSÍ í gærkvöldi, segir að félagið sé nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í deildinni í að sækja sér leikmenn. Eftir að HSÍ ákvað að blása tímabilið af í gær fékk Grótta sæti í efstu deild enda var liðið í 2. sæti Grill 66-deildarinnar. Það er ljóst að Seltirningum bíður erfitt verkefni í að styrkja liðið fyrir baráttuna í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. „Ég segi það alltaf að ég þarf ekki leikmenn heldur ég bý þá bara til,“ sagði Arnar Daði í léttum tón við Kjartan Atla í Sportinu í dag. „Það vita það allir sem fylgjast með handbolta að það er mikið og stórt skref að fara úr Grill-deildinni og fara upp í Olís-deildina. Við keppum við FH í bikarnum og töpum með sautján mörkum. Það hefði getað verið stærri munur og einnig minni en þetta er stórt stökk.“ Einhver umræða var um að HSÍ hafi átt að bíða enn lengur með ákvörðun sína að blása tímabilið af en Arnar Daði segir að það hafi ekki verið góð ákvörðun að sínu mati. „Það var verið að tala um að bíða aðeins lengur með þessa ákvörðun og fyrir lið eins og Gróttu sem er að koma upp þá hefðum við ekkert getað beðið mikið lengur því við erum nú þegar fjórum til sex vikum á eftir öðrum liðum í að semja við leikmenn og ræða við leikmenn.“ „Strax í gærkvöldi fór ég að hringja í leikmenn eftir að ákvörðunin var tekinn og það eru kannski leikmenn sem er ekki búið að tilkynna að þeir séu búnir að semja við ný lið en þeir eru löngu búnir að semja við ný lið eða endursemja við sitt félag. Það verður erfitt að styrkja liðið en ég hef ágætis sambönd hér og þar og er á þeim aldri og ég þekki marga leikmenn. Ég þarf að koma með góða söluræðu og heyra í Nökkva Fjalari (innsk. blm. áhrifavaldur),“ sagði Arnar Daði. Klippa: Sportið í dag - Grótta í efstu deild Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Grótta Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða