Innlent

Kjartan L. Páls­son er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan L. Pálsson átti um tíma Íslandsmet í hólum í höggi.
Kjartan L. Pálsson átti um tíma Íslandsmet í hólum í höggi. Guðmundur Kr. Jóhannesson

Kjartan Lárus Pálsson, blaðamaður og fararstjóri, er látinn, áttræður að aldri.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að hann hafi andast á Landspítalanum síðastliðinn föstudag.

Kjartan starfaði meðal annars sem sjómaður, strætisvagna- og leigubílstjóri áður en hann fór í blaðamennsku. Skrifaði hann mikið um íþróttir og starfaði hann meðal annars fyrir Vísi, Tímann og DV.

Samhliða blaðamennsku starfaði Kjartan sem fararstjóri, fyrst hjá Samvinnuferðum-Landsýn og Úrvali-Útsýn.  Hann var sömuleiðis mikill áhugamaður um golfíþróttina og starfaði sem liðsstjóri unglinga- og karlalandsliðsins í golfi, auk þess að hann átti um tíma Íslandsmet yfir fjölda af holum í höggi.

Hann lætur eftir sig eiginkonu, Jónínu S. Kristófersdóttur, tvö börn, fimm barnabörn og þrjú barnabarnabörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×