Fótbolti

Liðin á Englandi gætu fengið tveggja vikna frí fyrir næstu leiktíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Manchester United eru væntanlega ekki á leiðinni í langt sumarfrí.
Leikmenn Manchester United eru væntanlega ekki á leiðinni í langt sumarfrí. vísir/getty

Ensku úrvalsdeildarfélögin eru viðbúin því að undirbúningstímabil þeirra fyrir næstu leiktíð gætu verið einungis tvær vikur en það er Daily Mail sem greinir frá þessu.

Enska úrvalsdeildin ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að klára yfirstandandi leiktíð sem hefur verið í hléi vegna kórónuveirunnar. Liðin eiga níu eða tíu leiki eftir og vilja þeir ensku klára leiktíðina.

Boltinn fer ekki að rúlla fyrr en knattspyrnusambandið fær grænt ljós frá ríkisstjórninni en næsta tímabil á samkvæmt dagskránni að hefjast þann 8. ágúst. Því verður þó að öllum líkindum seinkað.

Félögin hafa þó fengið að vita það að það gætu einungis liðið tvær vikur á milli tímabila, frá því að núverandi leiktíð klárast og þangað til að sú næsta hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×