Formaður HSÍ: Menn voru byrjaðir að kalla eftir ákvörðun Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 21:00 Guðmundur B. Ólason er formaður HSÍ. vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var gestur Seinni bylgjunnar í kvöld þar sem hann fór yfir ákvörðun sambandsins að blása allt mótahald af vegna kórónuveirunnar. Guðmundur segir að ákvörðunin hafi auðvitað verið erfið en hann segir að eftir tilkynningar síðustu daga hafi verið ljóst að það væri erfitt að klára yfirstandandi tímabil. „Þetta er ákvörðun sem við erum búin að bíða með að taka þangað til að við vorum komin með alveg fullnægjandi upplýsingar. Það var eiginlega alveg ljóst að við hefðum ekki getað klárað mótið miðað við þær upplýsingar sem við fengum um samkomubannið og jafnframt að það yrði afnumið á lengri tíma,“ sagði Guðmundur í Seinni bylgjunni. „Þá lá eiginlega alveg fyrir að þessi tveggja metra reglan sem gerir mönnum ekki kleift að æfa, að hún yrði ekki afnumin fyrr en hugsanlega um miðjan eða seinni hlutann af maí. Þetta er ályktun sem við drögum af þessum upplýsingum sem við höfum fengið og þá var ljóst að við gátum ekki klárað mótið.“ Hann segir að þetta snúist ekki bara um hvenær menn geta byrjað að spila heldur þurfi menn nokkrar vikur til þess að koma sér í gang og forða leikmönnum frá meiðslum. „Þetta snýst líka um það, sem fólk gerir sér ekki grein fyrir, að áður en við gætum spilað þá hefðu liðin þurft að æfa í tvær til þrjár vikur til þess að komast í form og koma í veg fyrir meiðslahættu. Þegar þetta er skoðað í heild sinni, að við gætum ekki byrjað að æfa fyrr en um miðjan eða seinni part maí, þá erum við komin svo langt fram í júní að þá koma önnur vandamál upp.“ Einhverjir hafa sett spurningarmerki við ákvörðun HSÍ, afhverju hún þurfi að koma núna en einhverjir vildu bíða enn frekar með að taka ákvörðunina. „Það er einfaldlega útaf því að fjórða maí þá byrjar þetta að afnumast í hlutum, vonum við. Þá byrja menn ekki á tveggja metra reglunin - heldur stækka hópinn og gera hann að 50 manna eða 100 manna hópum til að koma atvinnulífinu í gang. Ég hugsa að það verði í algjörum forgangi og tveggja metra reglan er líklega sú síðasta sem menn munu afnuma.“ „Auðvitað gætum við hugsanlega beðið lengur en það er alveg ljóst að miðað við þessar tímasetningar þá hefðum við þurft að spila mótið fram í júní. Þá erum við komin með önnur vandamál eins og félagaskiptaglugginn er 1. júní og menn eru byrjaðir að skipta um lið. Það eru alls konar flækjur inn í það og svo koma enn fleiri þegar landsliðið kemur inn. Þyrftum við þá að gera hlé - svo þetta var niðurstaðan og tókum lýðræðislega umræðu inn í hreyfingunni. Menn voru byrjaðir að kalla eftir því að það kæmi ákvörðun og þess vegna var þetta niðurstaðan.“ Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Formaður HSÍ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Íslenski handboltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Sjá meira