Aukið eftirlit eftir að Víði, Ölmu og Þórólfi var hótað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. apríl 2020 18:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu jók viðbúnað vegna hótanna sem Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hafa fengið. Víðir segir hótanirnar ekki hafa áhrif á þá vinnu sem unnin er vegna kórónuveirufaraldursins. Víðir, Alma og Þórólfur hafa stýrt viðbrögðum Íslendinga við kórónuveirufaraldrinum og verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðust vikur. Ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna faraldursins hafa ekki alltaf þótt vinsælar. Víðir staðfestir í samtali við fréttastofu að þeim þremur hafi borist óþægileg skilaboð, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafi verið hótun um ofbeldi. „Það er bara svona fólk sem hafði aðrar skoðanir á hlutunum og vildi koma þeim á framfæri og kannski gerði það ekki á kurteisan hátt,“ segir Víðir. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um málið og voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til að tryggja öryggi þeirra. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti RíkislögreglustjóraVísir/Vilhelm „Ég vil nú kannski ekki fara nákvæmlega út í hvað var gert en það var gripið til ákveðinna varúðarráðstafanna og við fylgjum því,“ segir Víðir. Settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að þegar friðhelgi fólks er raskað eða öryggi þeirra ógnað sé það litið alvarlegum augum. Hulda Elsa Björgvinsdóttir, settur lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K. „Hótanir geta verið af margvíslegum toga en um leið og farið er að hóta ofbeldi eða lífláti, þá lítum við á slíkar hótanir mjög alvarlegum augum. Það segir sig sjálft að ef að fólk sem er í framlínu eða er áberandi í þjóðfélaginu verður fyrir svona að þá þarf að grípa til aukins viðbúnaðar,“ segir Hulda Elsa. Ekki fengust upplýsingar um hvort einhver eða einhverjir hafi verið handteknir vegna málsins. Víðir segir að hótanirnar hafi ekki haft áhrif á þá vinnu sem hann, Alma eða Þórólfur hafa unnið vegna kórónuveirufaraldursins „Við tæklum þetta bara eins og annað sem við erum að gera og vinnum þetta með fagfólki þannig að þetta truflar okkur ekkert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira