Fleiri bókuðu sumarbústaði VR nú í mars en árin áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2020 12:25 Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. BHM Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Nokkuð er um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Annað er uppi á teningnum hjá VR en bókun þar var meiri í marsmánuði en árin áður. Félögin tvö munu þó að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. „Ef að fólk hópast saman í þessar sumarbústaðarbyggðir sem eru mjög víða þá erum við að safna saman jafnvel þúsundum á heilbrigðissvæði sem eru mjög veik,“ sagði Viðir Reynisson, yfirlögreglujónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á upplýsingafundi almannavarna föstudaginn 3. apríl 2020.Lögreglan Stéttarfélögin hafa flest orlofshús til útleigu á sínum vegum. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna segir nokkuð um afbókanir. „Páskarnir eru alltaf háannatímabil hjá orlofssjóðum og í venjulegu árferði þá eru orlofskostirnir þétt settnir og fullbókaðir á þessum tíma. Í gærmorgun var það þannig að við höfðum fengið inn 29 afbókanir vegna þeirra 45 kosta sem eru í boði núna um páskana,“ sagði Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri Bandalags háskólamanna. Segir hann líklegast að afbókanir sé tilkomnar vegna þess að sjóðurinn hafi slakað verulega á verklagi um endurgreiðslur. Sjóðsmenn geti nú fengið orlofskostnað endurgreiddan að fullu með litlum fyrirvara. Bókunarstaðan er önnur hjá VR. „Páskarnir hafa alltaf verið uppbókaðir hjá okkur og tímabilið í kringum páska, en við höfum aldrei séð eins miklar bókanir núna í mars eins og hefur verið. Það hefur nánast allt verið uppbókað hjá okkur bæði á virkum dögum og um helgar frá miðjum mars og það hefur aldrei gerst áður þannig þetta er mjög sérstök staða,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Bæði félög taka áhyggjum almannavarna alvarlega og nýta helgina til að endurmeta stöðuna. Til greina kemur að loka fyrir bókanir yfir páskana. „Já það hefur komið til tals, stjórn sjóðsins hefur funað mjög títt vegna ástandsins. Ég geri ráð fyrir því að hún hittist núna um helgina og endurmeti stöðuna og taki ákvörðun um það hvort tilefni sé til að fara í umfangsmeiri lokanir en nú hefur ríkt,“ sagði Gissur. „Við munum fara eftir þeim tilmælum sem sóttvarnarteymið setur og að sjálfsögðu taka virkan þátt í að leggja okkar að mörkum til að virða þær reglur og þau tilmæli sem sett eru fram, ég á von á því að VR muni loka orlofshúsum um páskana,“ sagði Ragnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira