Toyota reiknar með 80% samdrætti Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. maí 2020 07:00 Toyota reiknar með 80% samdrætti í hagnaði. Toyota Toyota reiknar með að umtalsverður samdráttur verði í sölu á nýjum bílum og gerir ráð fyrir 80% samdrætti í hagnaði. „Samdráttur í sölu mun verða meiri en í Lehman kreppunni, en vegna þess að við munum áfram skila hagnaði getum við fjárfest í framtíðinni,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota í viðtali við Financial Times. Toyota áætlar að skila hagnaði sem nemur 20% af þeim hagnaði sem félagið skilaði í fyrra, sem var 2,4 trilljón japönsk jen eða um 3.277.147.513.286 íslenskar krónur. Sem væri slakasti árangur Toyota síðan árið 2011. Þá skýrðist dýfan af miklum jarðskjálfta og flóðbylgju. Þá gerir Toyota ráð fyrir því að selja um 8,9 milljón bíla á heimsvísu en áætlanir gerðu ráð fyrir 10,5 milljónum. Við þessa tilkynningu lækkaði Toyota um tvö prósent í kauphöllinni í Tókýó. Ekki bara Toyota sem spáir samdrætti Honda skilaði umtalsverðu tapi á síðasta ársfjórðungi eftir að sala minnkaði umtalsvert í kjölfar kórónaveirunnar. Mazda sendi frá sér afkomuviðvörun og gerir ráð fyrir að tekjur muni dragast saman um 81% vegna kórónaveirunnar. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Toyota reiknar með að umtalsverður samdráttur verði í sölu á nýjum bílum og gerir ráð fyrir 80% samdrætti í hagnaði. „Samdráttur í sölu mun verða meiri en í Lehman kreppunni, en vegna þess að við munum áfram skila hagnaði getum við fjárfest í framtíðinni,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota í viðtali við Financial Times. Toyota áætlar að skila hagnaði sem nemur 20% af þeim hagnaði sem félagið skilaði í fyrra, sem var 2,4 trilljón japönsk jen eða um 3.277.147.513.286 íslenskar krónur. Sem væri slakasti árangur Toyota síðan árið 2011. Þá skýrðist dýfan af miklum jarðskjálfta og flóðbylgju. Þá gerir Toyota ráð fyrir því að selja um 8,9 milljón bíla á heimsvísu en áætlanir gerðu ráð fyrir 10,5 milljónum. Við þessa tilkynningu lækkaði Toyota um tvö prósent í kauphöllinni í Tókýó. Ekki bara Toyota sem spáir samdrætti Honda skilaði umtalsverðu tapi á síðasta ársfjórðungi eftir að sala minnkaði umtalsvert í kjölfar kórónaveirunnar. Mazda sendi frá sér afkomuviðvörun og gerir ráð fyrir að tekjur muni dragast saman um 81% vegna kórónaveirunnar.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent