Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2020 10:26 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt fréttamannafund í morgun. Getty Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05