Tugprósenta munur á tilboði Icelandair og væntingum flugfreyja Birgir Olgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. maí 2020 18:18 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð. Vísir/Vilhelm Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Tugprósenta munur er á tilboði Icelandair og tilboði flugfreyja í kjaraviðræðum þeirra í milli. Forseti ASÍ segir ljóst verkalýðshreyfingin þurfi að standa í lappirnar svo fyrirtæki komist ekki upp með að nýta sér aðstæðurnar til að keyra niður kjör. Icelandair rær nú lífróður til að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á að ná 29 milljörðum í gegnum hlutafjárútboð til að styrkja stöðu fyrirtækisins fyrir 22. maí. Forstjóri Icelandair sagði í bréfi til starfsmanna að lækka þurfi laun starfsmanna til að laða að fjárfesta. Flugvirkjafélagið hefur skrifað undir fimm ára samning við Icelandair sem kveður á um skerðingu. Flugfreyjur gerðu Icelandair tilboð sem hljóðaði upp á tilslökun á kjörun. Flugfreyjum barst gagntilboð frá Icelandair í gær. Samkvæmt heimildum býður Icelandair flugfreyjum laun sem eru tugprósentum lægri en tilboð flugfreyja hljóðaði upp á. Flugfreyjufélag Íslands heyrir undir Alþýðusamband Íslands. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir stöðuna erfiða. „Það er mjög undarlegt að gera kröfu um langtímasamning þegar það er fullkomin óvissa um það hvernig flugheimurinn mun líta út eftir sex mánuði, en það eru viðræður í gangi,“ segir Drífa. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Vísir/Vilhelm Hún segir ljóst baráttan fram undan á vinnumarkaði muni snúast um að viðhalda kjarasamningum. „Það er náttúrulega okkar sem verkalýðshreyfing, skilgreint hlutverk okkar, að standa í lappirnar og verja það að fyrirtæki komist ekki upp með það að keyra niður kjör. Það verður alveg örugglega okkar verkefni á næstu misserum.“ Aðspurð segist Drífa hafa skilning á erfiðri stöðu Icelandair. Hún segir stöðuna þó erfiða víðar en þar. „Staða Icelandair er mjög erfið, en það á við um Icelandair eins og önnur fyrirtæki, að viðhald þeirra fyrirtækja má ekki byggja á stórfelldri kjaraskerðingu til langs tíma,“ segir Drífa.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55 Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09 Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15 FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld. 10. maí 2020 19:55
Flugfreyjufélagið sættir sig ekki við launaskerðingu til langs tíma Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir félagsmönnum sínum brugðið yfir bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, þar sem hann segir starfsfólk félagsins helstu fyrirstöðu þess að hægt sé að bjarga félaginu frá falli. 10. maí 2020 17:09
Fundi slitið hjá FFÍ og Icelandair án niðurstöðu Saminganefnd Icelandair gekk út af fundi með samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands nú fyrir skömmu. 10. maí 2020 15:15
FFÍ meðvitað um erfiða stöðu Icelandair en segir tillögurnar fela í sér of mikla skerðingu Flugfreyjufélag Íslands segir þær tillögur sem Icelandair hefur sett á borðið færa flugfreyjur nær þeim kjörum sem þekkjast í vestrænum heimi. 10. maí 2020 13:34