Ásmundur Einar ætlar sér að skapa störf fyrir ungt fólk Jakob Bjarnar skrifar 11. maí 2020 16:23 Helga Vala furðaði sig á ummælum Ásmundar Einars Daðasonar og velti því fyrir sér hvort það væri virkilega svo að hann, ásamt öðrum ráðamönnum, teldi það vera svo að fólk væri á atvinnuleysisskrá af því að það veldi sér slíkt hlutskipti. Að það væri val? visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar saumaði að Ásmundi Einari Daðasyni í þinginu nú fyrir stundu vegna umdeildra ummæla hans sem féllu í sjónvarpsþættinum Silfrinu í gær. Námsmenn telja sig grátt leikna Námsmenn á Íslandi, sem sjá ekki fram á mörg atvinnutækifæri í sumar vegna ástandsins, um 60 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá, töldu sig fá kaldar kveðjur frá Ásmundi Einari þegar hann sagðist ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn né aðrir sem eru atvinnuleysisbótum fái fjármagn fyrir að gera ekki neitt? „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað vonbrigði og það blossaði upp mikil reiði meðal stúdenta við að heyra þessa skoðun ráðherra. Það er ekki þannig að við séum búin að vera að krefjast eingöngu atvinnuleysisbóta af því að við viljum komast upp með að gera ekki neitt,“ sagði til að mynda Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs. Sigrún Jónsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, ritaði grein sem birtist hér á Vísi þar sem hún segist ekki ná utan um téð ummæli. Helga Vala vitnaði til þessara sömu ummæla félags- og barnamálaráðherra í óundibúnum fyrirspurnartíma Alþingis, með sambland af undrun og hneykslan í rödd sinni. Hún velti því fyrir sér hvort þessi orð endurspegli viðhorf ráðherrans og annarra í ríkisstjórninni þess efnis að þegar fólk leiti ásjár þegar sverfur að þá sé það til að fá fé fyrir að gera ekki neitt. „Eins og fólk hafi val um að fara á eða fara ekki á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Og hún gekk á Ásmund Einar hvort það væri virkilega svo að hann teldi þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisbótum en að vera í vinnu? Helga Vala nefndi að nú væri það svo að 17 þúsund háskólanemar og 13 þúsund framhaldsskólanemar sæju sér og sínum farborða með því að vinna samhliða námi. „Eða telur ráðherra þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Vill setja fjármagn í að skapa störf Svo virðist sem fólk almennt hafi misskilið félagsmálaráðherrann illilega í gær því Ásmundur Einar sagði það auðvitað vera svo að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum væru ekki þar vegna þess að þeir vilja ekki vinna. Hann sagði að ríkisstjórnin hafi, í samstarfi við sveitarfélögin, farið að stað með verkefni til að skapa störf fyrir þetta fólk. Nú væru 3.076 störf í pípunum, að væri gleðiefni að tilkynna það. Hann sagði að skynsamlegra væri að auka fjárveitingu til að skapa störf en segja í atvinnuleysisbætur. Sem væri neyðarúrræði. Hann vonaðist til að það tækist og þá væri vert að taka þessa umræðu upp aftur. Helga Vala gaf ekki mikið fyrir þessa tölu, 3.076 störf og spurði, fyrst stjórnvöld ætluðu að finna störf fyrir tugþúsundir nema „fyrir hádegi“, hvers vegna stjórnvöld væru þá ekki búin að finna störf fyrir þau 60 þúsund sem væru á atvinnuleysisskrá nú þegar? Ásmundur Einar ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að gefast upp á því verkefni að skapa störf. Og ef það tekst ekki þá yrði hann fyrstur til að segja að netið eigi að grípa einstaklinga. „Við eigum að hvetja ungt fólk til virkni og skapa fleiri störf og ekki gefast upp við það.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Námslán Efnahagsmál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar saumaði að Ásmundi Einari Daðasyni í þinginu nú fyrir stundu vegna umdeildra ummæla hans sem féllu í sjónvarpsþættinum Silfrinu í gær. Námsmenn telja sig grátt leikna Námsmenn á Íslandi, sem sjá ekki fram á mörg atvinnutækifæri í sumar vegna ástandsins, um 60 þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá, töldu sig fá kaldar kveðjur frá Ásmundi Einari þegar hann sagðist ekki hvatamaður þess að hvorki námsmenn né aðrir sem eru atvinnuleysisbótum fái fjármagn fyrir að gera ekki neitt? „Fyrstu viðbrögð eru auðvitað vonbrigði og það blossaði upp mikil reiði meðal stúdenta við að heyra þessa skoðun ráðherra. Það er ekki þannig að við séum búin að vera að krefjast eingöngu atvinnuleysisbóta af því að við viljum komast upp með að gera ekki neitt,“ sagði til að mynda Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs. Sigrún Jónsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, ritaði grein sem birtist hér á Vísi þar sem hún segist ekki ná utan um téð ummæli. Helga Vala vitnaði til þessara sömu ummæla félags- og barnamálaráðherra í óundibúnum fyrirspurnartíma Alþingis, með sambland af undrun og hneykslan í rödd sinni. Hún velti því fyrir sér hvort þessi orð endurspegli viðhorf ráðherrans og annarra í ríkisstjórninni þess efnis að þegar fólk leiti ásjár þegar sverfur að þá sé það til að fá fé fyrir að gera ekki neitt. „Eins og fólk hafi val um að fara á eða fara ekki á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Og hún gekk á Ásmund Einar hvort það væri virkilega svo að hann teldi þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisbótum en að vera í vinnu? Helga Vala nefndi að nú væri það svo að 17 þúsund háskólanemar og 13 þúsund framhaldsskólanemar sæju sér og sínum farborða með því að vinna samhliða námi. „Eða telur ráðherra þetta fólk frekar vilja vera á atvinnuleysisskrá?“ spurði Helga Vala. Vill setja fjármagn í að skapa störf Svo virðist sem fólk almennt hafi misskilið félagsmálaráðherrann illilega í gær því Ásmundur Einar sagði það auðvitað vera svo að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum væru ekki þar vegna þess að þeir vilja ekki vinna. Hann sagði að ríkisstjórnin hafi, í samstarfi við sveitarfélögin, farið að stað með verkefni til að skapa störf fyrir þetta fólk. Nú væru 3.076 störf í pípunum, að væri gleðiefni að tilkynna það. Hann sagði að skynsamlegra væri að auka fjárveitingu til að skapa störf en segja í atvinnuleysisbætur. Sem væri neyðarúrræði. Hann vonaðist til að það tækist og þá væri vert að taka þessa umræðu upp aftur. Helga Vala gaf ekki mikið fyrir þessa tölu, 3.076 störf og spurði, fyrst stjórnvöld ætluðu að finna störf fyrir tugþúsundir nema „fyrir hádegi“, hvers vegna stjórnvöld væru þá ekki búin að finna störf fyrir þau 60 þúsund sem væru á atvinnuleysisskrá nú þegar? Ásmundur Einar ítrekaði þá skoðun sína að ekki ætti að gefast upp á því verkefni að skapa störf. Og ef það tekst ekki þá yrði hann fyrstur til að segja að netið eigi að grípa einstaklinga. „Við eigum að hvetja ungt fólk til virkni og skapa fleiri störf og ekki gefast upp við það.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Námslán Efnahagsmál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir „Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30 Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Sjá meira
„Allir vilji fá fjármagn fyrir að gera ekki neitt“ Í gær lét hæstvirtur félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, orð falla í Silfrinu um kröfu stúdenta um rétt til atvinnuleysisbóta sem ég hef ekki enn náð utan um. 11. maí 2020 08:30
Viðhorf ráðherra beri vott um skilningsleysi gagnvart stöðu stúdenta Mikil reiði er á meðal stúdenta eftir ummæli Ásmundar Einars Daðasonar barna- og félagsmálaráðherra í Silfrinu í dag um atvinnuleysisbætur til stúdenta. 10. maí 2020 16:00