Ungverjar kalla Þóri og hina norrænu sendiherrana á teppið Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2020 09:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ritaði bréfið ásamt kollegum sínum á Norðurlöndum fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið í utanríkisráðuneyti landsins í Búdapest vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. Í bréfinu lýsa þeir yfir áhyggjum af þróuninni í Ungverjalandi með því að taka sérstaklega undir orð sem finna má í bréfi aðalritara Evrópuráðsins sem sent var forsætisráðherranum Viktor Orbán í marsmánuði. Völd ungverska forsætisráðherrans Viktor Orbán hafa verið aukin á tímum faraldurs kórónuveirunnar á þann veg að hann getur nú tekið ákvarðanir með tilskipunum og þannig sniðgengið þing landsins. Norrænu ráðherrarnir leggja í bréfi sínu áherslu á að í neyðarástandi verði grundvallargildi réttarríkisins að koma fyrst. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að landið þurfi ekki „auma og hræsnafulla“ leiðsögn að utan. Eigi Norðurlöndin að einbeita sér að sínu. Þórir Ibsen, sendiherra með aðsetur á Íslandi, er sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi. Að neðan má sjá bréf norrænu utanríkisráðherranna til Evrópuráðsins. Utanríkismál Ungverjaland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Utanríkisráðherra Ungverjalands hefur kallað sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi og aðra sendiherra Norðurlandanna á teppið í utanríkisráðuneyti landsins í Búdapest vegna bréfs sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna sendu Evrópuráðinu í sameiningu þann 6. maí síðastliðinn. Í bréfinu lýsa þeir yfir áhyggjum af þróuninni í Ungverjalandi með því að taka sérstaklega undir orð sem finna má í bréfi aðalritara Evrópuráðsins sem sent var forsætisráðherranum Viktor Orbán í marsmánuði. Völd ungverska forsætisráðherrans Viktor Orbán hafa verið aukin á tímum faraldurs kórónuveirunnar á þann veg að hann getur nú tekið ákvarðanir með tilskipunum og þannig sniðgengið þing landsins. Norrænu ráðherrarnir leggja í bréfi sínu áherslu á að í neyðarástandi verði grundvallargildi réttarríkisins að koma fyrst. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, skrifaði á Facebook í gærkvöldi að landið þurfi ekki „auma og hræsnafulla“ leiðsögn að utan. Eigi Norðurlöndin að einbeita sér að sínu. Þórir Ibsen, sendiherra með aðsetur á Íslandi, er sendiherra Íslands gagnvart Ungverjalandi. Að neðan má sjá bréf norrænu utanríkisráðherranna til Evrópuráðsins.
Utanríkismál Ungverjaland Tengdar fréttir Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Telja Ungverjaland ekki lengur lýðræðisríki Ungverjaland, Svartfjallaland og Serbía eru ekki lengur lýðræðisríki. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Freedom House sem birti árlega skýrslu sína um stöðu lýðræðis í dag. 6. maí 2020 20:00
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30. mars 2020 16:42