Telur Icelandair stefna í gjaldþrot að óbreyttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2020 20:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Einar Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Icelandair stefnir að óbreyttu í gjaldþrot að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Ekkert tilefni sé til þess að ríkið gerist hluthafi í félaginu nema í algjörri neyð. Stjórnvöld hafa lýst sig reiðubúin til að koma Icelandair til hjálpar í gegnum lánalínur með ríkisábyrgð, ef fyrirhugað hlutafjárútboð og fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækisins, gengur eftir líkt og lagt er upp með. Bjarni Benediktsson ræddi stöðu Icelandair í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Staðan er sú að mörg þúsund manns hafa fengið uppsögn hjá þessu fyrirtæki. Að óbreyttu sýnist mér fyrirtækið stefna í gjaldþrot. Það er staðan. Ríkið er ekki að fara að taka á sig að reka fyrirtæki sem er ekki alþjóðlega samkeppnishæft og fjárfestar myndu ekki setja peninga í,“ segir Bjarni. Ef fjármögnungar- og hagræðingaráform fyrirtækisins gangi ekki eftir sé ástæðulaust fyrir ríkið að stíga inn. „Við í raun og veru höfum ekkert að gera þarna inn sem hluthafar, nema í einhverri algerri neyð. Ef við lendum í þeirri stöðu þá er alveg augljóst að það yrði reynt við fyrsta tækifæri að komast aftur út.“ Vissulega sé þó mikilvægt að viðhalda samgöngum til og frá landinu. Hann sé þeirrar skoðunar að viðhalda eigi því viðskiptamódeli sem fyrirtækið hafi byggt upp. „Þetta er fyrirtæki sem að þarf á því að halda að verða alþjóðlega samkeppnishæft og við viljum að það komi einkafjármagn á bak við þetta. Með einkafjármagninu kemur meiri dirfska, koma betri hugmyndir. Þetta er alls ekki fyrirtæki eða rekstur sem er heppilegur fyrir ríkisrekstur,“ segir Bjarni. Sér lítið svigrúm til ríkisútgjalda á næstu árum Bjarni segir það verða mikla áskorun að setja saman efnahagsáætlun fyrir næstu ár. Þegar tími bráðra björgunaraðgerða, til að mynda greiðslufresti, hlutabótaleiðarinnar og lána, verði liðinn, verði gerð slíkrar áætlunar næst á dagskrá. Þá segist hann ekki sjá mikið svigrúm til aukinna ríkisútgjalda á næstu árum. Hann vilji takmarka útgjöld til þess „sem er óskilvirkt.“ Hann segist þó ekki sjá fyrir sér sátt um að velferðarkerfið verði ekki varið niðurskurði. „Til þess getum við þurft að færa einhverjar fórnir. Hætta hlutum sem eru óskilvirkir og virka ekki, draga úr ríkisafskiptum og umsvifum þar sem við getum gert hlutina með einfaldari hætti, jafnvel falið öðrum þá með útboðum eða með öðrum hætti og örva, hvetja, skapa og láta ný störf verða til.“ Bjarni segist þrátt fyrir stöðuna sem nú er uppi vera bjartsýnn á að Ísland muni, þegar upp er staðið, geta haldið úti öflugu velferðarkerfi. „Ég heyrði í foreldrum mínum fyrr í dag, og maður þarf ekki að leita nema í næstu kynslóð fyrir aftan og fara í gegn um erfiðleikana sem þær kynslóðir hafa þurft að horfast í augu við með enga nýsköpun í landinu, með enga ferðaþjónustu, fæðast inn í seinni heimsstyrjöldina og svo framvegis,“ segir Bjarni. Við erum með miklu fleiri stoðir í dag og búum í veröld þar sem upplýsingar flæða miklu frjálsar um heiminn. „Við erum komin á kortið hjá heiminum, þannig að við erum áfangastaður sem á ofboðslega sterka framtíð og vel menntaða þjóð.“ Viðtal við Bjarna í Víglínunni í heild sinni má sjá hér að neðan.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Víglínan Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira