Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 14:09 Hundruð flóttamanna hafa lagt vanbúnir í hættulega sjóferð til grísku eyjarinnar Lesbos eftir að Tyrkir ákváðu að hætta að standa í vegi fyrir því að þeir héldu inn í Evrópu á dögunum. AP/Michael Varaklas Rauði krossinn á Íslandi ítrekaði í dag mótmæli sín við fyrirhuguðum brottvísunum barnafjölskyldna til Grikklands á þeim forsendum að þau njóti alþjóðlegrar verndar þar. Varað hefur verið við neyðarástandi í mannúðarmálum í Grikklandi eftir að Tyrkir ákváðu að hleypa flóttamönnum frá Sýrlandi yfir landamæri ríkjanna. Grísk stjórnvöld hafa lokað landamærum sínum og hætt að taka við hælisumsóknum eftir að tyrknesk stjórnvöld leyfðu flóttamönnum að fara yfir landamærin til Grikklands. Tyrkir hafa jafnframt hótað því að senda milljónir flóttamanna til viðbótar inn í Evrópu en um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafa hafst við þar í landi . AP-fréttastofan segir að grísk stjórnvöld hafi stöðvað tugi þúsunda flóttamanna í að koma yfir landamærin frá Tyrklandi. Yfirvöld hafa sent liðsauka her- og lögreglumanna að landamærunum til að hindra för flóttafólksins. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér í dag vísa samtökin til ástandsins á Grikklandi. Það hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið en í ljósi frétta undanfarinna daga sé ljóst að íslenskum stjórnvöldum sé enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra í slíkar aðstæður. „Fólk á flótta á að njóta mannréttinda á sama hátt og annað fólk og það er ljóst að endursending þess til Grikklands við þessar aðstæður er til þess fallið að það fái ekki notið þeirra,“ segir Rauði krossinn. Í því ljósi gagnrýnir Rauði krossinn áform íslenskra stjórnvalda um að senda að minnsta kosti fimm barnafjölskyldur úr landi til Grikklands á næstu dögum eða vikum vegna þess að þær hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd þar í landi. „Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi. Er það sjónarmið stutt af alþjóðlegum skýrslum og frásögnum aðila sem starfað hafa fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í Grikklandi,“ segir í yfirlýsingunni. Flóttamenn reyndu að klippa landamæragirðingu til að komast frá Tyrklandi til Grikklands í átökum við gríska lögreglumenn í gær. Þúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa safnast saman við landamærin eftir að Tyrkir ákváðu að hindra ekki för þeirra lengur. Ekki nóg að réttindin séu til staðar í orði Brottvísun barna til Grikklands kom til tals á Alþingi í gær þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi til Grikklands í tilfellum þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi þegar fengið stöðu flóttamanns þar. Áslaug Arna sagði mál hvers umsækjenda fyrir sig metið hverju sinni en benti á að ekkert evrópskt ríki hefði hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi. Rauk Helgi Hrafn á dyr undir svörum ráðherrans, að eigin sögn vegna þess að honum misbauð skortur á svörum. Sjá einnig: Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Rauði krossinn gerir í yfirlýsingu sinni athugasemd við að dómsmálaráðherra hafi fullyrti að þeir sem hafi hlotið vernd í Grikklandi hafi sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Íslensk stjórnvöld hafi viðurkennt að flóttafólk verði fyrir fjölmörgum hindrunum og í einhverjum tilfellum gert ómögulegt að sækja sér lagaleg réttindi í Grikklandi. Mótmæla samtökin því að íslensk stjórnvöld telji nægilegt að réttindi flóttafólks séu til staðar í orði en ekki á borði. „Rauði krossinn á Íslandi ítrekar fyrri tilmæli sín til hérlendra stjórnvalda og hvetur eindregið ríkisstjórn Íslands til að endurskoða þá stefnu að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem fengið hafa stöðu sína viðurkennda í Grikklandi, aftur þangað,“ segir í yfirlýsingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir yfirlýsingu Rauða krossins í tísti í dag. Sagði hún óboðlegt að senda fimm barnafjölskyldur sem hefðu leitað til Íslands jafnvel þó að þær hafi þegar stöðu flóttamanna í Grikklandi. „Sýnum mannúð,“ tísti þingkonan. Ástandið í Grikklandi núna er þannig að það er fullkomlega óboðlegt að senda 5 barnafjölskyldur sem hafa leitað til okkar e. alþjóðlegri vernd þangað aftur. Sama þó þau hafi stöðu flóttamanna þar. Grísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi v. ákvörðunar Tyrkja. Sýnum mannúð. https://t.co/7iKB0ulIdE— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) March 4, 2020 Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Grikkland Tyrkland Tengdar fréttir Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 3. mars 2020 17:40 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi ítrekaði í dag mótmæli sín við fyrirhuguðum brottvísunum barnafjölskyldna til Grikklands á þeim forsendum að þau njóti alþjóðlegrar verndar þar. Varað hefur verið við neyðarástandi í mannúðarmálum í Grikklandi eftir að Tyrkir ákváðu að hleypa flóttamönnum frá Sýrlandi yfir landamæri ríkjanna. Grísk stjórnvöld hafa lokað landamærum sínum og hætt að taka við hælisumsóknum eftir að tyrknesk stjórnvöld leyfðu flóttamönnum að fara yfir landamærin til Grikklands. Tyrkir hafa jafnframt hótað því að senda milljónir flóttamanna til viðbótar inn í Evrópu en um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafa hafst við þar í landi . AP-fréttastofan segir að grísk stjórnvöld hafi stöðvað tugi þúsunda flóttamanna í að koma yfir landamærin frá Tyrklandi. Yfirvöld hafa sent liðsauka her- og lögreglumanna að landamærunum til að hindra för flóttafólksins. Í yfirlýsingu sem Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér í dag vísa samtökin til ástandsins á Grikklandi. Það hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið en í ljósi frétta undanfarinna daga sé ljóst að íslenskum stjórnvöldum sé enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra í slíkar aðstæður. „Fólk á flótta á að njóta mannréttinda á sama hátt og annað fólk og það er ljóst að endursending þess til Grikklands við þessar aðstæður er til þess fallið að það fái ekki notið þeirra,“ segir Rauði krossinn. Í því ljósi gagnrýnir Rauði krossinn áform íslenskra stjórnvalda um að senda að minnsta kosti fimm barnafjölskyldur úr landi til Grikklands á næstu dögum eða vikum vegna þess að þær hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd þar í landi. „Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað bent á að aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd á Grikklandi séu síst skárri en þeirra sem enn hafa umsókn sína til meðferðar þar í landi. Er það sjónarmið stutt af alþjóðlegum skýrslum og frásögnum aðila sem starfað hafa fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í Grikklandi,“ segir í yfirlýsingunni. Flóttamenn reyndu að klippa landamæragirðingu til að komast frá Tyrklandi til Grikklands í átökum við gríska lögreglumenn í gær. Þúsundir sýrlenskra flóttamanna hafa safnast saman við landamærin eftir að Tyrkir ákváðu að hindra ekki för þeirra lengur. Ekki nóg að réttindin séu til staðar í orði Brottvísun barna til Grikklands kom til tals á Alþingi í gær þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi til Grikklands í tilfellum þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi þegar fengið stöðu flóttamanns þar. Áslaug Arna sagði mál hvers umsækjenda fyrir sig metið hverju sinni en benti á að ekkert evrópskt ríki hefði hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi. Rauk Helgi Hrafn á dyr undir svörum ráðherrans, að eigin sögn vegna þess að honum misbauð skortur á svörum. Sjá einnig: Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Rauði krossinn gerir í yfirlýsingu sinni athugasemd við að dómsmálaráðherra hafi fullyrti að þeir sem hafi hlotið vernd í Grikklandi hafi sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Íslensk stjórnvöld hafi viðurkennt að flóttafólk verði fyrir fjölmörgum hindrunum og í einhverjum tilfellum gert ómögulegt að sækja sér lagaleg réttindi í Grikklandi. Mótmæla samtökin því að íslensk stjórnvöld telji nægilegt að réttindi flóttafólks séu til staðar í orði en ekki á borði. „Rauði krossinn á Íslandi ítrekar fyrri tilmæli sín til hérlendra stjórnvalda og hvetur eindregið ríkisstjórn Íslands til að endurskoða þá stefnu að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem fengið hafa stöðu sína viðurkennda í Grikklandi, aftur þangað,“ segir í yfirlýsingunni. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók undir yfirlýsingu Rauða krossins í tísti í dag. Sagði hún óboðlegt að senda fimm barnafjölskyldur sem hefðu leitað til Íslands jafnvel þó að þær hafi þegar stöðu flóttamanna í Grikklandi. „Sýnum mannúð,“ tísti þingkonan. Ástandið í Grikklandi núna er þannig að það er fullkomlega óboðlegt að senda 5 barnafjölskyldur sem hafa leitað til okkar e. alþjóðlegri vernd þangað aftur. Sama þó þau hafi stöðu flóttamanna þar. Grísk stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi v. ákvörðunar Tyrkja. Sýnum mannúð. https://t.co/7iKB0ulIdE— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) March 4, 2020
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Grikkland Tyrkland Tengdar fréttir Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 3. mars 2020 17:40 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. 3. mars 2020 17:40
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent