Minnast hjónanna sem létust: „Sorg ríkir í bænum okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2020 08:29 Sorg ríkir nú í Hveragerði eftir að hjón sem voru þar búsett létust úr Covid-19. Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Hjónin sem létust af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur voru búsett í Hveragerði. Konan lést í síðustu viku og maðurinn í fyrrinótt. Bæjarráð Hveragerðisbæjar birti á heimasíðu sinni í gær samúðarkveðjur frá bæjarstjórn. Í bókun bæjarráðs eru innilegar samúðarkveðjur færðar þeim sem eiga um sárt að binda. Þar segir að stórt skarð hafi verið höggvið í Hveragerði vegna yfirstandandi kóronuveirufaraldurs og að sorg ríki í bænum. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri minntist hjónanna á Facebook í gær. „Við minnumst skemmtilegra hjóna, góðra vina, sem kvöddu svo alltof snemma. Hugur okkar er hjá sonum þeirra þremur, fjölskyldum þeirra, systkinum og öðrum ættingjum og vinum. Í kvöld kl. 20 kveikjum við á kerti úti í garði og minnumst þeirra um leið og við sendum innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem hafið misst svo mikið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, systir Aldísar og framkvæmdastjóri Kjöríss í Hveragerði, segir höggin þung sem dynji á bænum. Hjónin hafi unnið í Kjörís um árabil og því samofin sögu fyrirtækisins. „Margar minningar streyma fram og sér maður þau svo ljóslifandi fyrir sér,“ segir Guðrún. „Aðstæðurnar núna gera okkur öllum erfitt fyrir. Það er sárt að geta ekki hist og sameinast í sorginni. Því verða samfélagsmiðlar að duga. Ástandið er dauðans alvara! Verum heima, virðum samkomubönnin, gætum hreinlætis!“ Á upplýsingafundi Almannavarna í gær kom fram að fjórir hefðu nú látist af völdum veirunnar á Íslandi. Staðfest smit hér á landi eru nú 1.319. Fjörutíu og fjórir liggja inni á spítala og þar af eru 12 á gjörgæslu. Nýjar upplýsingar um fjölda smita og stöðuna á Landspítala munu berast klukkan eitt í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hveragerði Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira