Borgarleikhúsið heldur áfram að bjóða upp á beint streymi í samkomubanni.
Laugardagar eru tileinkaðir yngstu kynslóðinni og hafa síðustu helgar ævintýrin um Pétur Pan, Stígvélaða köttinn, Gosa, Rauðhettu og úlfinn og Greppikló verið lesin. Hægt er að nálgast þau í tengdum greinum hér fyrir neðan.
Ævintýrastund í hádeginu á laugardögum heldur áfram í dag en að þessu sinni les leikarinn Hjörtur Jóhann Jónsson stórskemmtilega ævintýrið um Hans Hugprúða.