Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 10:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti fyrirhugaðar tilslakanir í morgun. EPA Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira