Þriggja tíma fundi slitið og boðað til annars fundar á laugardag Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2020 21:50 Verkfall félagsmanna Eflingar hjá sveitarfélögunum hófst á þriðjudag. Vísir/vilhelm Þriggja klukkustunda fundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk nú um níuleytið í kvöld. Boðað hefur verið til annars fundar í deilunni á laugardagsmorgun klukkan tíu, samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd SNS. Verkfall á þriðja hundrað félagsmanna Eflingar hjá Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi hófst á þriðjudag. Verkfallið hefur m.a. haft mikil áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla í bæjarfélögunum. Lítill árangur hefur náðst á samningafundum í deilunni hingað til en samningar hafa verið lausir í rúmt ár. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar SNS segir í samtali við Vísi nú á tíunda tímanum að samninganefndirnar hafi rætt saman í góða stund í kvöld og þótt ástæða til að halda áfram viðræðum. Því hafi verið boðað til fundar á laugardag. Finnst þér þetta vera að þokast í rétta átt? Sér fyrir endann á þessu? „Ég get nú ekki sagt það enn þá en það er alltaf mjög jákvætt þegar menn eru tilbúnir að tala saman,“ segir Inga Rún. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna. Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll 2020 Kópavogur Tengdar fréttir Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Rótleysið getur valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. 7. maí 2020 18:30 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Þriggja klukkustunda fundi í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk nú um níuleytið í kvöld. Boðað hefur verið til annars fundar í deilunni á laugardagsmorgun klukkan tíu, samkvæmt upplýsingum frá samninganefnd SNS. Verkfall á þriðja hundrað félagsmanna Eflingar hjá Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi hófst á þriðjudag. Verkfallið hefur m.a. haft mikil áhrif á starfsemi grunn- og leikskóla í bæjarfélögunum. Lítill árangur hefur náðst á samningafundum í deilunni hingað til en samningar hafa verið lausir í rúmt ár. Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar SNS segir í samtali við Vísi nú á tíunda tímanum að samninganefndirnar hafi rætt saman í góða stund í kvöld og þótt ástæða til að halda áfram viðræðum. Því hafi verið boðað til fundar á laugardag. Finnst þér þetta vera að þokast í rétta átt? Sér fyrir endann á þessu? „Ég get nú ekki sagt það enn þá en það er alltaf mjög jákvætt þegar menn eru tilbúnir að tala saman,“ segir Inga Rún. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur sagt kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna. Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu.
Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll 2020 Kópavogur Tengdar fréttir Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18 Rótleysið getur valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. 7. maí 2020 18:30 Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Sjá meira
Tekur ekki afstöðu til deilunnar Umboðsmaður barna segir að sér sé ekki aðeins heimilt að miðla skilaboðum barna til deiluaðila í kjaradeilu Eflingar og nokkura sveitarfélag, heldur sé það honum skylt. Með þessu sé ekki verið að taka afstöðu til kjaradeilunnar. 30. apríl 2020 09:18
Rótleysið getur valdið kvíða og vanlíðan meðal barnanna Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga komu saman til fundar í Karphúsinu fyrir stundu en verkfall Eflingar í Kópavogi og fleiri sveitarfélögum hefur nú staðið í rúma tvo sólarhringa. Félagsráðgjafi í Kópavogi óttast áhrif verkfallsins á skólabörn. 7. maí 2020 18:30
Boðað til fundar í Eflingarverkalli Samninganefndir Sambands Íslenskra sveitarfélaga og Eflingar hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum Ríkissáttasemjara klukkan 18 í dag. Síðast var fundað í deilunni á mánudaginn. 7. maí 2020 14:37