Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2020 23:16 Skjáskot úr myndbandinu sem tekið var nokkrum mínútum áður en feðgarnir á pallbílnum skutu Ahmaud Arbery til bana. Vísir/AP Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020 Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. Myndband sem sagt er sýna aðdraganda andláts mannsins var birt á netinu í gær. Joe Biden, líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins fyrir komandi kosningar, er á meðal þeirra sem krafist hafa réttlátrar meðferðar á máli mannsins fyrir dómstólum. Maðurinn hét Ahmaud Arbery og var 25 ára. Hann var úti að skokka í bænum Brunswick í Georgíuríki í febrúar þegar kom aðvífandi fyrrverandi lögregluþjónn að nafni Gregory McMichael. Með í för var sonur þess síðarnefnda, Travis. Þeir eru báðir hvítir. Óvopnaður úti að hlaupa Haft er eftir McMichael í lögregluskýrslu að Arbery hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir ákváðu því að vopnbúast, stigu upp í bíl og óku í humátt á eftir Arbery. McMichael heldur því fram að þeir feðgar hafi beðið Arbery um að ræða við sig en hann þá ráðist á Travis. Þá hafi skotum verið hleypt af. Móðir Arberys segir að lögregla hafi tjáð henni að sonur hennar hafi átt aðild að innbroti áður en hann var skotinn til bana. Hún heldur því hins vegar fram að Arbery hafi ekki verið viðriðinn neitt glæpsamlegt. Þá var hann auk þess óvopnaður þar sem hann skokkaði umræddan dag. Arbery var þekktur í hverfinu fyrir að vera ötull skokkari en nágranni lýsir því í samtali við Guardian að hún hafi fylgst með honum hlaupa sömu leiðina á nær hverjum degi. Líkt og áður segir var myndband af atvikinu birt á netinu í gær. Í því sést maður, sem sagður er Arbery, hlaupa eftir vegi og mætir svo pallbíl, sem feðgarnir eru sagðir hafa ekið. Maðurinn hleypur fram hjá bílnum en sést svo í átökum við annan mann sem heldur á byssu. Loks heyrist hleypt af skotum. Guardian birtir hluta úr myndbandinu á vef sínum. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Rétt er að vara lesendur við efni þess. Héraðssaksóknari í Georgíu úrskurðaði í gær að það skyldi fært í hendur ákærudómstóls hvort ákæra yrði gefin út í málinu. Áður hafði saksóknari í Brunswick úrskurðað að ekki væri tilefni til að handtaka McMichael-feðgana. Þeir hafa hvorki verið handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum, einkum í Georgíuríki, vegna málsins, sem þykir enn eitt dæmið um tilhæfulaust ofbeldi í garð svartra Bandaríkjamanna. Efnt var til fjöldamótmæla í Brunswick í gærkvöldi þar sem þess var krafist að fjölskylda Arbery hlyti réttláta málsmeðferð. Joe Biden, sem þykir líklegasta forsetaefni Demókrataflokksins í komandi kosningum, tók í sama streng í færslu á Twitter-reikningi sínum í gær. „Myndbandið er skýrt: Ahmaud Arbery var myrtur. Ég finn til með fjölskyldu hans, sem á skilið réttlæti og það strax. Það þarf að hrinda af stað snarlegri, ítarlegri og opinskárri rannsókn á morði hans,“ skrifaði Biden. The video is clear: Ahmaud Arbery was killed in cold blood. My heart goes out to his family, who deserve justice and deserve it now. It is time for a swift, full, and transparent investigation into his murder. https://t.co/alvY5WjdHx— Joe Biden (@JoeBiden) May 6, 2020
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira