Úrslitin ráðast í Vodafone-deildinni: „Rúsínan í pylsuendanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 18:00 Gunnar Ormslev er spekingur í CS. vísir/s2s Það er stórleikur í Vodafone-deildinni í kvöld er tvö bestu liðin, Fylkir og Dusty mætast, en útsending hefst klukkan 21.45 á Stöð 2 eSport. Dusty hefur verið eitt allra besta lið landsins en Fylkismenn hafa verið að skapa sér nafn og er því afar áhugaverður leikur framundan í kvöld. Keppt er í Counter-Strike: Global Offensive. „Þetta er rúsínan í pylsuendanum sem Vodafone-deildin er búin að vera. Þetta eru tvö sterkustu liðin sem eru að fara mætast. Þetta eru nýju, ungu, hungruðu strákarnir gegn eldri strákunum sem hafa verið á toppnum mjög lengi,“ sagði Gunnar Ormslev, spekingur. „Þetta er leikurinn sem allir eru búnir að vera hlakka til síðan tímabilið byrjaði. Dusty eru búnir að vera síðustu 2-3 árin langbestir á Íslandi og hafa gengið í gegnum heilu árin án þess að tapa leikjum. Þeir hafa gjörsamlega átt CS senuna. Fylkir er búið að vera á uppleið síðustu tvö ár en hafa ekki verið tilbúnir í að taka þetta næsta skref; að sigra þessa seigu stráka.“ „Undanfarið hafa Fylkir verið sannfærandi og eru ekki búnir að tapa einum einasta korti í deildinni á meðan Dusty töpuðu í 1. umferðinni. Þetta verður almennileg veisla í kvöld.“ Allt viðtalið við Gunnar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Stórleikur í Vodafone deildinni í kvöld Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Rafíþróttir Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Það er stórleikur í Vodafone-deildinni í kvöld er tvö bestu liðin, Fylkir og Dusty mætast, en útsending hefst klukkan 21.45 á Stöð 2 eSport. Dusty hefur verið eitt allra besta lið landsins en Fylkismenn hafa verið að skapa sér nafn og er því afar áhugaverður leikur framundan í kvöld. Keppt er í Counter-Strike: Global Offensive. „Þetta er rúsínan í pylsuendanum sem Vodafone-deildin er búin að vera. Þetta eru tvö sterkustu liðin sem eru að fara mætast. Þetta eru nýju, ungu, hungruðu strákarnir gegn eldri strákunum sem hafa verið á toppnum mjög lengi,“ sagði Gunnar Ormslev, spekingur. „Þetta er leikurinn sem allir eru búnir að vera hlakka til síðan tímabilið byrjaði. Dusty eru búnir að vera síðustu 2-3 árin langbestir á Íslandi og hafa gengið í gegnum heilu árin án þess að tapa leikjum. Þeir hafa gjörsamlega átt CS senuna. Fylkir er búið að vera á uppleið síðustu tvö ár en hafa ekki verið tilbúnir í að taka þetta næsta skref; að sigra þessa seigu stráka.“ „Undanfarið hafa Fylkir verið sannfærandi og eru ekki búnir að tapa einum einasta korti í deildinni á meðan Dusty töpuðu í 1. umferðinni. Þetta verður almennileg veisla í kvöld.“ Allt viðtalið við Gunnar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Stórleikur í Vodafone deildinni í kvöld Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Rafíþróttir Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira