Úrslitin ráðast í Vodafone-deildinni: „Rúsínan í pylsuendanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. maí 2020 18:00 Gunnar Ormslev er spekingur í CS. vísir/s2s Það er stórleikur í Vodafone-deildinni í kvöld er tvö bestu liðin, Fylkir og Dusty mætast, en útsending hefst klukkan 21.45 á Stöð 2 eSport. Dusty hefur verið eitt allra besta lið landsins en Fylkismenn hafa verið að skapa sér nafn og er því afar áhugaverður leikur framundan í kvöld. Keppt er í Counter-Strike: Global Offensive. „Þetta er rúsínan í pylsuendanum sem Vodafone-deildin er búin að vera. Þetta eru tvö sterkustu liðin sem eru að fara mætast. Þetta eru nýju, ungu, hungruðu strákarnir gegn eldri strákunum sem hafa verið á toppnum mjög lengi,“ sagði Gunnar Ormslev, spekingur. „Þetta er leikurinn sem allir eru búnir að vera hlakka til síðan tímabilið byrjaði. Dusty eru búnir að vera síðustu 2-3 árin langbestir á Íslandi og hafa gengið í gegnum heilu árin án þess að tapa leikjum. Þeir hafa gjörsamlega átt CS senuna. Fylkir er búið að vera á uppleið síðustu tvö ár en hafa ekki verið tilbúnir í að taka þetta næsta skref; að sigra þessa seigu stráka.“ „Undanfarið hafa Fylkir verið sannfærandi og eru ekki búnir að tapa einum einasta korti í deildinni á meðan Dusty töpuðu í 1. umferðinni. Þetta verður almennileg veisla í kvöld.“ Allt viðtalið við Gunnar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Stórleikur í Vodafone deildinni í kvöld Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Rafíþróttir Sportið í dag Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti
Það er stórleikur í Vodafone-deildinni í kvöld er tvö bestu liðin, Fylkir og Dusty mætast, en útsending hefst klukkan 21.45 á Stöð 2 eSport. Dusty hefur verið eitt allra besta lið landsins en Fylkismenn hafa verið að skapa sér nafn og er því afar áhugaverður leikur framundan í kvöld. Keppt er í Counter-Strike: Global Offensive. „Þetta er rúsínan í pylsuendanum sem Vodafone-deildin er búin að vera. Þetta eru tvö sterkustu liðin sem eru að fara mætast. Þetta eru nýju, ungu, hungruðu strákarnir gegn eldri strákunum sem hafa verið á toppnum mjög lengi,“ sagði Gunnar Ormslev, spekingur. „Þetta er leikurinn sem allir eru búnir að vera hlakka til síðan tímabilið byrjaði. Dusty eru búnir að vera síðustu 2-3 árin langbestir á Íslandi og hafa gengið í gegnum heilu árin án þess að tapa leikjum. Þeir hafa gjörsamlega átt CS senuna. Fylkir er búið að vera á uppleið síðustu tvö ár en hafa ekki verið tilbúnir í að taka þetta næsta skref; að sigra þessa seigu stráka.“ „Undanfarið hafa Fylkir verið sannfærandi og eru ekki búnir að tapa einum einasta korti í deildinni á meðan Dusty töpuðu í 1. umferðinni. Þetta verður almennileg veisla í kvöld.“ Allt viðtalið við Gunnar má heyra hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Stórleikur í Vodafone deildinni í kvöld Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Rafíþróttir Sportið í dag Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti