Fyrsta skóflustungan tekin að nýju „fyrirmyndarríki“ í Gufunesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. maí 2020 14:38 Hverfið sem mun rísa í Gufunesi er sérstaklega hugsað með þarfir ungs fólks og fyrstu kaupendur í huga. Vísir/Einar Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“ Skipulag Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Borgarstjóri tók í hádeginu fyrstu skóflustunguna að nýju hverfi í Gufunesi sem er sérhannað fyrir fyrstu kaupendur. Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri verktakafyrirtækisins Þorpsins vistfélags, segir að með nýstárlegri hönnun hverfisins sé verið að reyna að búa til vistvænt samfélag. Ódýrustu íbúðirnar kosta minna en 20 milljónir króna. „Þetta eru 137 íbúðir undir verkefni borgarinnar „hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk.“ Ódýrustu íbúðirnar sem eru núna að fara í sölu verða undir 20 milljónum króna. Þetta er auðvitað bara stór dagur, við höfum unnið að þessu í þrjú ár og nú er komið að því að fara að moka“ Rúmlega 1.100 manns skráðu sig sem áhugasama kaupendur fyrir ári síðan og af þeim höfðu, í apríl, á fjórða hundruð staðfest umsókn. Umsóknarfrestur rennur út 15. maí næstkomandi en þá verður dregið á milli umsækjenda. Fyrstu kaupendur hafa forkaupsrétt. „Ég held að þær íbúðir sem eru núna á markaðnum séu of stórar og of dýrar og að markaðurinn hafi vanrækt að bjóða upp á íbúðir sem ungt fólk vill og ræður við að kaupa“ Umsóknarfrestur rennur út um miðjan mánuð.Vísir/Einar Vistfélagið hefur ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. „Okkar hugmyndafræði er sú að búa til valkost fyrir ungt fólk þannig að það þurfi ekki að binda sig á áratuga klafa við það að eignast húsnæði. Það geti eignast einfalt, vandað húsnæði á góðu verði en á sama tíma erum við auðvitað að horfa á nýjar lausnir, deililausnir með sterka áherslu á umhverfismál. Við erum að reyna að búa til gott skapandi umhverfisvænt samfélag.“ Þorpið er bíllaust hverfi en við íbúðabyggðina eru matjurtagarðar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Runólfur skellti upp úr þegar hann var spurður hvort hann væri að reyna að búa til fyrirmyndarríki. „Eins og ég segi þá erum við ekki venjulegur verktaki, við erum félag sem er að reyna að búa til samfélag. Hverfið er hannað í kringum sólríkt torg, svolítið eins og torg í ítölskum miðaldarbæ. Þar er öll miðlæg þjónusta og það er lögð mikil áhersla á sameign. Þar er stórt vinnurými sem íbúar geta notað til vinnu á daginn. Það er síðan hægt að nota á kvöldin fyrir kaffihús og veislusal. Það er sameiginlegt þvottahús. Og síðan er nýjung sem er eins konar búr eða pósthús á einum stað sem er bæði pósthólf fyrir alla íbúa en líka hólf til að taka á móti aðkeyptum mat og þjónustu.“ Pælduð þið sérstaklega í hinum félagslega þætti við hönnun þorpsins? „Já, við fórum í mjög ítarlega greiningarvinnu. Við hittum nokkuð marga rýnihópa sem samanstóðu af ungu fólki og reyndum að greina þessar þarfir sem við vissum að væru til staðar. Við unnum þetta verkefni í samstarfi við ungt fólk sem við kölluðum til.“
Skipulag Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira