Hyggst nýta tímann til að sætta sjónarmið vegna hálendisþjóðgarðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2020 12:17 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ætlar fram með áform sín um stofnun hálendisþjóðgarðs í haust. Vísir/Vilhelm Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“ Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stefnt er að því að frumvarp um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu verði lagt fram á Alþingi í haust. Umhverfisráðherra segist ætla að nýta tímann þangað til til að sætta sjónarmið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hugðist mæla fyrir frumvarpi um stofnun hálendisþjóðgarðs nú á vorþingi. Þau áform fóru úr skorðum vegna kórónuveirufaraldursins og var frumvarpið eitt þeirra mála frá ríkisstjórninni sem felld voru út úr þingmálaskrá þegar hún var uppfærð í byrjun apríl. „Ég mun fara með það mál fram í haust og bind miklar vonir við að við klárum það að sjálfsögðu. Þetta er mál sem að er í stjórnarsáttmála. Mér finnst í rauninni ágætt að geta nýtt tímann sem að skapast núna, það þurftu allir að láta einhver mál af sinni þingmálaskrá, allir ráðherrar,“ segir Guðmundur Ingi. Ríflega sjötíu umsagnir bárust um drög að frumvarpinu í samráðsgátt stjórnvalda en það var ekki komið formlega til þingsins. Málið þykir nokkuð umdeilt og eru skiptar skoðanir um það innan stjórnarflokkanna. Þá hafa nokkur sveitarfélög lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Sér sóknarfæri með stofnun hálendisþjóðgarðs „Ég hef tíma núna til að ræða ennþá betur, til dæmis við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila um þetta mikilvæga mál sem ég tel að í felist gríðarleg sóknarfæri fyrir Ísland og ekki síst fyrir enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar og fyrir ímynd okkar Íslendinga að eiga stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ segir Guðmundur Ingi en samkvæmt fyrirliggjandi tillögum gæti hálendisþjóðgarðurinn náð yfir um 33% af landinu. Ráðherra segist sjálfur hafa tekið ákvörðun um að fresta málinu, það hafi ekki verið tekið af þingmálaskrá vegna þrýstings frá hinum stjórnarflokkunum. „Það var í sjálfu sér ekki umræða á milli flokkanna sérstaklega hvaða mál færu heldur var það ákvörðun hvers og eins ráðherra. Ég tók þá ákvörðun að í ljósi aðstæðnanna að ég myndi gefa þessu meiri tíma og fá þá meira svigrúm til þess einmitt að tala við fleiri og reyna að sætta sjónarmið,“ segir ráðherra. „Vegna þess að þetta mál er stórt og það skiptir gríðarlega miklu máli að mínu mati þannig að það er algjörlega mín ákvörðun.“
Þjóðgarðar Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Alþingi Sveitarstjórnarmál Hálendisþjóðgarður Tengdar fréttir Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08 Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30 Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Byggðaráð Skagafjarðar leggst gegn stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu "Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum,“ segir í bókun Skagfirðinga. 1. ágúst 2019 12:08
Rúmlega 60% segjast fylgjandi stofnun miðhálendisþjóðgarðs Fyrir hverja krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila sér tuttugu og þrjár krónur til baka samkvæmt nýrri rannsókn. Þá er meirihluti landsmanna fylgjandi friðlýsingu miðhálendisins en niðurstöður nýrra rannsókna voru kynntar á umhverfisþingi í dag. 9. nóvember 2018 19:30
Óttast að þjóðgarður færi meira vald til Reykjavíkur Áform ríkisstjórnarinnar um hálendisþjóðgarð mæta andstöðu á landsbyggðinni, en þar óttast menn aukna miðstýringu og valdatilfærslu til Reykjavíkur. 15. mars 2018 21:45