„Feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2019 13:30 Franz Gunnarsson er landsþekktur tónlistamaður. Vísir/ÞÞ Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson upplifir sín fjórðu edrú jól í röð í ár en hann hætti að drekka fyrir tæplega fimm árum. Franz er í ítarlegu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann segir sína sögu. Í viðtalinu segist Franz hafa verið orðinn langt leiddur fíkill áður en hann leitaði sér hjálpar og þjáðist hann af miklu þunglyndi og kvíða. „Þegar ég hætti, rétt fyrir fertugt, hafði ég verið í mikilli neyslu í um þrjátíu ár og það segir sig sjálft að hausinn á mér var langt frá því að vera í lagi. Ég þrjóskaðist alltaf við að fara í meðferð, hélt að það væri ekkert fyrir mig og þótt ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér að ég hefði ekki stjórn á neyslunni fannst mér ég samt öðruvísi en aðrir fíklar og þyrfti ekki sömu úrræði og þeir,“ segir hann í viðtalinu eins og áður segir er Franz tónlistarmaður. „Mjög margir tónlistarmenn hafa farið í meðferð og eru edrú og ég hef fengið mikinn stuðning frá þeim. Ég hélt þegar ég var í meðferðinni að ég myndi sennilega þurfa að hætta að spila opinberlega og þótt það væri erfitt að kyngja því ætlaði ég samt að sætta mig við það. Sem betur fer kom ekki til þess, ég hef sjaldan spilað meira en eftir að ég varð edrú. Það er í sjálfu sér ágætis forvörn að vera að spila fyrir drukkið fólk, maður sér að það er engan veginn eftirsóknarvert ástand en ég staldra ekki lengi við á stöðunum eftir að við hættum að spila. Tek bara saman dótið mitt og fer heim, óskaplega feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur.“ Tímamót Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira
Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson upplifir sín fjórðu edrú jól í röð í ár en hann hætti að drekka fyrir tæplega fimm árum. Franz er í ítarlegu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann segir sína sögu. Í viðtalinu segist Franz hafa verið orðinn langt leiddur fíkill áður en hann leitaði sér hjálpar og þjáðist hann af miklu þunglyndi og kvíða. „Þegar ég hætti, rétt fyrir fertugt, hafði ég verið í mikilli neyslu í um þrjátíu ár og það segir sig sjálft að hausinn á mér var langt frá því að vera í lagi. Ég þrjóskaðist alltaf við að fara í meðferð, hélt að það væri ekkert fyrir mig og þótt ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér að ég hefði ekki stjórn á neyslunni fannst mér ég samt öðruvísi en aðrir fíklar og þyrfti ekki sömu úrræði og þeir,“ segir hann í viðtalinu eins og áður segir er Franz tónlistarmaður. „Mjög margir tónlistarmenn hafa farið í meðferð og eru edrú og ég hef fengið mikinn stuðning frá þeim. Ég hélt þegar ég var í meðferðinni að ég myndi sennilega þurfa að hætta að spila opinberlega og þótt það væri erfitt að kyngja því ætlaði ég samt að sætta mig við það. Sem betur fer kom ekki til þess, ég hef sjaldan spilað meira en eftir að ég varð edrú. Það er í sjálfu sér ágætis forvörn að vera að spila fyrir drukkið fólk, maður sér að það er engan veginn eftirsóknarvert ástand en ég staldra ekki lengi við á stöðunum eftir að við hættum að spila. Tek bara saman dótið mitt og fer heim, óskaplega feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur.“
Tímamót Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira