Vilja leyfa ferðamönnum að keyra um á nagladekkjum níu mánuði á ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2019 11:53 Ferðamenn á Keflavíkurflugvelli í bið eftir bílaleigubíl. Vísir/Vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla. Í tilkynningu frá SAF segir að á undanförnum árum hafi Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir því við stjórnvöld að auka svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða á bílaleigubílum til að auka öryggi í umferðinni. Í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem SAF sendu á dögunum sé þessi skoðun ítrekuð. „Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Mikilvægt er að hafa núllsýn í huga og efla aðgerðir til að draga úr umferðarslysum. SAF hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Aukið svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða í umferðinni eiga að vera hluti af þeim forvarnaraðgerðum og hjálpa til við þá núllsýn sem stefnt er að. Öryggi er grunnur að gæðum í ferðaþjónustu og aldrei má gefa afslátt þegar kemur að því að tryggja öryggi í umferðinni.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er heimilt að keyra um á negldum hjólbörðum á tímabilinu 1. nóvember til og með 14. apríl. SAF kalla eftir því að heimilt verði að nota neglda hjólbarða undir bílaleigubíla á tímabilinu frá 1. september til og með 31. maí. SAF segjast hafa löngum verið þess sinnis að stór þáttur í að gæta að öryggi vegfarenda hér á landi sé að heimila bílaleigum að bjóða til leigu ökutæki á nagladekkjum þegar þess sé þörf. „Það kallar á aukið svigrúm miðað við það sem reglur gera ráð fyrir í dag. Þörf fyrir aukið svigrúm tilhanda bílaleigum skýrist m.a. af miklum fjölda ökutækja og tímafreku starfi dekkjaskipta en ekki síður af því að mikil hálka og erfið færð getur skapast og hefur skapast utan núgildandi tímabils nagladekkja.“ Yfir vetrartímann telji bílaleiguflotinn hér á landi um 20 þúsund bifreiðar. „Gróflega má ætla að dekkjaskipti þurfi að eiga sér stað á allt að fimm þúsund bílaleigubílum hvert haust og vor. Reynslan sýnir að það tekur bílaleigur um sex vikur að ljúka dekkjaskiptum á öllum þeim flota. Til að ljúka við dekkjaskipti fyrir 15. apríl ár hvert má ætla að bílaleigur þurfi að hefja dekkjaskipti upp úr miðjum marsmánuði. Í ljósi umferðaröryggissjónarmiða er það vitaskuld ekki raunhæft, enda geta veður verið válynd á Íslandi eins og þekkt er.“ Samtök ferðaþjónustunnar skora á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gera breytingar á reglugerð þannig að erlendir ferðamenn geti ekið um á bílaleigubílum búnum öruggasta búnaði á því tímabili þar sem aðstæður geta verið erfiðar. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Umhverfismál Nagladekk Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar vilja rýmka heimild til að nota nagladekk á bílaleigubílum af öryggissjónarmiðum. Snýr tillagan að því að reglugerð verði breytt og negldir hjólbarðar verði leyfðir á bílaleigubílum frá 1. september til 31. maí eða þrjá og hálfan mánuð umfram aðra bíla. Í tilkynningu frá SAF segir að á undanförnum árum hafi Samtök ferðaþjónustunnar kallað eftir því við stjórnvöld að auka svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða á bílaleigubílum til að auka öryggi í umferðinni. Í erindi til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem SAF sendu á dögunum sé þessi skoðun ítrekuð. „Öryggismál og forvarnir eru ein af undirstöðum faglegrar ferðaþjónustu. Umræðan um öryggismál magnast þegar alvarleg atvik koma upp og fjöldi þeirra eykst. Mikilvægt er að hafa núllsýn í huga og efla aðgerðir til að draga úr umferðarslysum. SAF hafa á undanförnum árum átt frumkvæði að samræðum við stjórnvöld, viðbragðsaðila og tryggingafélög um forvarnaraðgerðir og eru stýrisspjöld bílaleigubíla, merkingar á ensku o.fl. afrakstur af því starfi. Aukið svigrúm varðandi notkun negldra hjólbarða í umferðinni eiga að vera hluti af þeim forvarnaraðgerðum og hjálpa til við þá núllsýn sem stefnt er að. Öryggi er grunnur að gæðum í ferðaþjónustu og aldrei má gefa afslátt þegar kemur að því að tryggja öryggi í umferðinni.“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt reglugerð um gerð og búnað ökutækja er heimilt að keyra um á negldum hjólbörðum á tímabilinu 1. nóvember til og með 14. apríl. SAF kalla eftir því að heimilt verði að nota neglda hjólbarða undir bílaleigubíla á tímabilinu frá 1. september til og með 31. maí. SAF segjast hafa löngum verið þess sinnis að stór þáttur í að gæta að öryggi vegfarenda hér á landi sé að heimila bílaleigum að bjóða til leigu ökutæki á nagladekkjum þegar þess sé þörf. „Það kallar á aukið svigrúm miðað við það sem reglur gera ráð fyrir í dag. Þörf fyrir aukið svigrúm tilhanda bílaleigum skýrist m.a. af miklum fjölda ökutækja og tímafreku starfi dekkjaskipta en ekki síður af því að mikil hálka og erfið færð getur skapast og hefur skapast utan núgildandi tímabils nagladekkja.“ Yfir vetrartímann telji bílaleiguflotinn hér á landi um 20 þúsund bifreiðar. „Gróflega má ætla að dekkjaskipti þurfi að eiga sér stað á allt að fimm þúsund bílaleigubílum hvert haust og vor. Reynslan sýnir að það tekur bílaleigur um sex vikur að ljúka dekkjaskiptum á öllum þeim flota. Til að ljúka við dekkjaskipti fyrir 15. apríl ár hvert má ætla að bílaleigur þurfi að hefja dekkjaskipti upp úr miðjum marsmánuði. Í ljósi umferðaröryggissjónarmiða er það vitaskuld ekki raunhæft, enda geta veður verið válynd á Íslandi eins og þekkt er.“ Samtök ferðaþjónustunnar skora á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að gera breytingar á reglugerð þannig að erlendir ferðamenn geti ekið um á bílaleigubílum búnum öruggasta búnaði á því tímabili þar sem aðstæður geta verið erfiðar.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Umhverfismál Nagladekk Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira