Melanie Panayiotou, 55 ára, systir söngvarans George Michael fannst látin á heimili sínu á jóladag. Þá voru akkúrat liðin þrjú ár frá því að George Michael lést á jóladag, 2016. Sky News greinir frá.
Panayiotou bjó í Hampstead í norðvestur Lundúnum. Breski söngvarinn George Michael lést af völdum hjarta- og lungnasjúkdómum, þá aðeins 53 ára að aldri.
Söngvarinn sló fyrst í gegn á níunda áratugnum með hljómsveitinni Wham. Eftir að sú sveit hætti hóf Michael farsælan sólóferil en fyrsta sólóplata hans, Faith, kom út árið 1987 og seldist hún í yfir 20 milljónum eintaka.
George Michael var listamannsnafn Georgios Kyriacos Panayiotou sem fæddist í Norður-London, 25. júní 1963. Hann seldi meira en 100 milljónir eintaka af plötum á tónlistarferli sem spannaði nærri fjörutíu ár.
Dánarorsök Melanie Panayiotou liggur ekki fyrir að svo stöddu.

