Innlent

Rigning sunnan­lands en snjó­koma norðan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Á vef Veðurstofunnar segir að hitinn verði í kringum frostmark.
Á vef Veðurstofunnar segir að hitinn verði í kringum frostmark. vísir/vilhelm

Skil ganga yfir landið í dag með rigningu sunnan- og austanlands, en snjókomu eða slyddu um norðan- og norðvestanvert landið. Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu, en norðvestan þrettán til átján metrum vestan- og norðvestantil og breytilegri átt, þrír til átta metrum, norðaustanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að hitinn verði í kringum frostmark, en vægt frost í innsveitum á Norðausturlandi og á Vestfjörðum.

„Þetta endurtekur sig síðan í nótt með örðum skilum en má þá búast við að það snjói í lengri tíma fyrir norðan í norðaustlægri átt. Fyrir sunnan er líklegt að einhverjar skúrir eða rigning verði á sunnanverðu landinu fram eftir degi á morgun,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum. Hiti kringum frostmark, en vægt frost í innsveitum norðanlands.



Á mánudag: Vestanátt, víða 5-10 m/s. Skýjað og stöku skúrir, en þurrt að mestu á austanverðu landinu. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.



Á þriðjudag (gamlársdagur): Suðvestan 8-15 m/s og rigning, en þurrt norðaustantil á landinu. Hiti 2 til 7 stig.



Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning sunnan- og vestantil, annars þurrt að mestu. Hiti breytist lítið.



Á fimmtudag: Snýst í norðlæga átt með snjókomu eða éljum og frystir. Á



 föstudag: Útlit fyrir vestlæga átt með éljum og síðar skúrum og rigning á vestanverðu landinu, en þurrt austantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×